332. fundur

03.04.2020 08:15

332. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur var haldinn þann 3. apríl 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skóladagatöl grunnskóla Reykjanesbæjar 2020 - 2021 (2020030394)

Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, lagði fram skóladagatöl allra grunnskóla.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin.

Fylgigögn:

Skóladagatal Akurskóla 2020 - 2021 og samþykki skólaráðs
Skóladagatal Háaleitisskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Háaleitisskóla
Skóladagatal Heiðarskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Heiðarskóla
Skóladagatal Holtaskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Holtaskóla
Skóladagatal Myllubakkaskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Myllubakkaskóla
Skóladagatal Njarðvíkurskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Njarðvíkurskóla
Skóladagatal Stapaskóla 2020 - 2021
Samþykki skólaráðs Stapaskóla

2. Reglur um stuðning við réttindanám fagfólks í grunnskólum (2020030103)

Endanleg drög að reglum um stuðning við réttindanám fagfólks í grunnskólum lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir reglurnar.

Fylgigögn:

Reglur um stuðning við fagfólk í grunnskólum sem fara í réttindanám

3. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 (2020040006)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, gerði grein fyrir málinu.
Fræðsluráð samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna.

4. Mælaborð fræðslusviðs 2020 (2020040007)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, kynntu mælaborð fræðslusviðs fyrir janúar - mars 2020.
Fræðsluráð Reykjanesbæjar vill færa öllu starfsfólki í skólasamfélaginu í Reykjanesbæ kærar þakkir fyrir fagmannleg og skjót viðbrögð í framhaldi þess að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir á landinu, með tilheyrandi samkomubanni og þar með röskun á hefðbundnu skólastarfi. Framlag allra sem komið hafa að málum hefur einkennst af fagmennsku og auðmýkt. Nú sem aldrei fyrr reynir á samstarf heimila og skóla. Fræðsluráð færir foreldrum og starfsfólki í skólum hvatningarorð í þeim verkefnum sem framundan eru, styðjum við bakið á börnum bæjarins og setjum þau í fyrsta sæti.
Einnig vill fræðsluráð hvetja skólabörn til að taka þátt í lestrarátakinu Tími til að lesa.

5. Beiðni skólastjóra í grunnskólum um viðbótarskipulagsdag (2020040009)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, gerði grein fyrir málinu.
Fræðsluráð samþykkir að starfsdagur verði haldinn í grunnskólum Reykjanesbæjar þann 14. apríl 2020.

6. Sumarlokanir í leikskólum (2020040008)

Málinu er frestað til næsta fundar fræðsluráðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2020.