334. fundur

05.06.2020 08:15

334. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 5. júní 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Leikskólavist fyrir börn yngri en 24 mánaða (2019120045)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti skýrslu faghóps um leikskólavist fyrir börn undir 24 mánaða aldri.
Fræðsluráð þakkar fyrir skýrsluna og leggur til að hún verði notuð til grundvallar í stefnumótun bæjarins til næstu ára þegar kemur að fjölgun leikskólarýma í bænum. Við leggjum til að fram fari kostnaðarmat á stækkun leikskólans Garðasels. Einnig leggjum við til að sviðsstjóri fræðslusviðs hefji samtal við sviðsstjóra umhverfissviðs um hentuga staðsetningu fyrir byggingu nýs leikskóla.

Fylgigögn:

Skýrsla starfshóps um leikskólavist fyrir 12 - 24 mánaða börn

2. Viðmið um gæði á frístundaheimilum (2020060042)

Anna Hulda Einarsdóttir, sérkennsluráðgjafi, mætti á fundinn og kynnti handbók með viðmiðum um gæði á frístundaheimilum Reykjanesbæjar, en á fundi fræðsluráðs 2. nóvember 2018 var samþykkt að skipa starfshóp sem hafði það hlutverk að útbúa handbókina.

Fræðsluráð þakkar starfshópnum fyrir vel unna handbók.

Fylgigögn:

Viðmið um gæði á frístundaheimilum Reykjanesbæjar - handbók

3. Skýrsla starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, kynnti skýrslu starfshóps um samþættingu skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf.

Fræðsluráð þakkar fyrir skýrsluna og leggur til að tillögur númer 1 og 2 í skýrslu starfshóps verði að veruleika með því að gera ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Einnig er sviðsstjóra fræðslusviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna verkefnið áfram haustið 2020 til þess að unnt verði að hefja þjónustuna í janúar 2021.

Fylgigögn:

Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf - skýrsla starfshóps

4. Fagháskólanám í leikskólafræðum (2020060045)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, sagði frá kynningarfundi um fagháskólanám í leikskólafræðum sem haldinn var 3. júní sl., en Keilir, Háskóli Íslands og sveitarfélög á Suðurnesjum hafa undirritað viljayfirlýsingu um skipulagningu námsins fyrir starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum.

Fræðsluráð fagnar auknu framboði á leikskólakennaranámi í heimabyggð og þakkar Keili og Háskóla Íslands fyrir góð og skjót vinnubrögð. Námsframboðið er gríðarlega mikilvægt til þess að auka menntunarstig starfsfólks leikskóla og hvetjum við til þess að komið verði til móts við leikskóla.

5. Fundargerð aðalfundar FFGÍR 13. maí 2020 (2020050082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar FFGÍR 13. maí 2020
Ársskýrsla FFGÍR 2019 - 2020
Hugmyndir að fjölskylduvænum viðburðum fyrir Reykjanesbæ

6. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Fræðsluráð Reykjanesbæjar fagnar því að fá tækifæri til að koma að mótun umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Heilt yfir gefa stefnudrögin tilefni til bjartsýni á þróun umhverfismála í sveitarfélaginu. Fræðsluráð rýndi sérstaklega kaflann um umhverfisfræðslu og telur að sú nálgun sem lagt er upp með þar sé í takti við þær áherslur sem skólasamfélagið á Suðurnesjum hefur unnið eftir. Framtíðartillögur eru þess eðlis að raunhæft er að samþætta þær því starfi sem fram fer í leik- og grunnskólum. Fræðsluráð hvetur til þess að við yfirstandandi endurskoðun á menntastefnu Reykjanesbæjar sé horft til þess að umhverfisfræðsla taki mið af þeim áherslum sem verða í umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

7. Mælaborð fræðslusviðs 2020 (2020040007)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti mælaborð fræðslusviðs fyrir apríl 2020.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.