336. fundur

25.09.2020 08:15

336. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 25. september 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framkvæmdir á fræðslusviði (2020090408)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn og kynnti þær framkvæmdir sem eru í gangi og fyrirhugaðar framkvæmdir á fræðslusviði.

Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.

2. Mönnun og nemendafjöldi grunnskóla 2020-2021 (2020080447)

Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, fór yfir upplýsingar varðandi mönnun og nemendafjölda í grunnskólum Reykjanesbæjar í upphafi skólaárs 2020-2021.

Alls eru 2468 nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins. Kennarar og leiðbeinendur eru samtals 270.

3. Rafrænn endurmenntunardagur fræðsluskrifstofu 2020 - niðurstöður könnunar (2020090409)

Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, kynnti niðurstöður könnunar meðal þátttakenda á rafrænum endurmenntunardegi fræðslusviðs sem haldinn var 13. ágúst sl.

Mikil ánægja var með fyrirkomulag og innihald endurmenntunarinnar. Fræðsluskrifstofan hefur samið við alla fyrirlesarana um að opna aftur fyrir aðgengi að fyrirlestrunum. Starfsfólk grunnskólanna fær þannig tækifæri til þess að rýna aftur í efnið. Undirbúningur fyrir endurmenntunardaginn næsta haust er hafinn. Stefnt er að því að hafa hann með svipuðu fyrirkomulagi og í ár á Workplace með það að markmiði að fyrirlestrarnir verði aðgengilegir í lengri tíma en var í þetta skiptið.

4. Forvarnarfræðsla í grunnskólum (2020090412)

Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, sagði frá forvarnarfræðslu sem boðið verður upp á í vetur fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Um er að ræða vímuefnafræðsluna VELDU, þar sem rætt er almennt um skaðsemi vímuefna á líf og heilsu fólks. Styrkur fékkst frá Forvarnarsjóði Reykjanesbæjar til verkefnisins.

5. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, fór yfir helstu áherslur vegna vinnu við fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021.

6. Leyfi fyrir dagforeldri (2020080154)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, lagði fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Maren Helgu Guðmundsdóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

7. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Athygli er vakin á að fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:46. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.