338. fundur

04.12.2020 08:15

338. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 4. desember 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Kosning í embætti (2020120049)

Bjarni Páll Tryggvason (B) var kjörinn varaformaður fræðsluráðs. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) var kjörin ritari ráðsins.

2. Starfsáætlanir leikskóla 2020-2021 (2020110566)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram starfsáætlanir leikskóla í Reykjanesbæ fyrir skólaárið 2020-2021.

Fræðsluráð þakkar fyrir kynningu á starfsáætlunum. Ráðið hvetur fræðsluskrifstofu til þess að samræma helstu efnistök starfsáætlana leikskóla.

Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar.

Fundargögn:

Akur - starfsáætlun 2020-2021
Garðasel - starfsáætlun 2020-2021
Gimli - starfsáætlun 2020-2021
Heiðarsel - starfsáætlun 2020-2021
Hjallatún - starfsáætlun 2020-2021
Holt - starfsáætlun 2020-2021
Skógarás - starfsáætlun 2020-2021
Stapaskóli - starfsáætlun 2020-2021
Tjarnarsel - starfsáætlun 2020-2021
Vesturberg - starfsáætlun 2020-2021
Völlur - starfsáætlun 2020-2021

3. Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna (2020120051)

Lögð fram kynning frá félagsmálaráðuneytinu um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu.

Fundargögn:

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - kynning

4. Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum (2020120052)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir frumniðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í grunnskólum Reykjanesbæjar haustið 2020.

5. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar - beiðni um umsögn (2019100079)

Drög að lýðheilsustefnu lögð fram. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn eða athugasemdum.

Drögin voru send fulltrúum í fræðsluráði og hafa athugasemdir þeirra þegar verið sendar til lýðheilsuráðs.

Fræðsluráð fagnar drögum að lýðheilsustefnu. Áherslur fræðsluráðs varðandi þátttöku skólasamfélagsins í heilsueflandi verkefnum landlæknis samrýmast að öllu leyti áhersluverkefnum lýðheilsustefnu ársins 2021.

6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram.

Fundargögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar

7. Sérhæfð námsúrræði - staðan (2020120053)

Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu og Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi sérhæfð námsúrræði.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

8. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti frumhönnun annars áfanga Stapaskóla.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.