346. fundur

01.10.2021 08:15

346. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 1. október 2021 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2021090518)

Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, mætti á fundinn og kynnti starfsemi skólans á yfirstandandi skólaári.

Nemendur í tónlistarskólanum eru nú 902, þar af eru 423 í hljóðfæra- og söngnámi, 234 í forskóla 1 og 245 í forskóla 2. Á biðlista eru 170 umsækjendur. Starfsmenn skólans eru 45 í 34,42 stöðugildum, þar af eru kennarar og stjórnendur 42.

Að venju stendur tónlistarskólinn fyrir fjölda tónleika og fleiri viðburðum. Þó nú geti áhorfendur mætt á tónleika verður þeim einnig streymt áfram. Einnig taka nemendur og kennarar þátt í ýmsum viðburðum utan skólans, þar má nefna að þrír nemendur tóku þátt í tónleikum ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 26. september en sveitin var skipuð um 80 ungmennum úr tónlistarskólum landsins.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Daggæsla barna í heimahúsi – umsókn um leyfi (2021080027)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Svölu Dís Magnúsdóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

3. Daggæsla í heimahúsum - nýtt fyrirkomulag (2021090519)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi gerðu grein fyrir hugmyndum að nýju fyrirkomulagi varðandi samninga við dagforeldra.

4. Upphaf skólaárs 2021-2022 (2021090520)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fóru yfir upplýsingar varðandi upphaf skólaárs í grunnskólum og leikskólum sveitarfélagsins.

Alls eru 2546 nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar og 980 nemendur í leikskólum í sveitarfélaginu.

5. Leikskólinn Gimli - 50 ára afmæli (2021090524)

Leikskólinn Gimli fagnar 50 ára afmæli í dag en hann hefur verið starfræktur frá árinu 1971.

Fræðsluráð óskar starfsfólki, nemendum og foreldrum á Gimli til hamingju með stórafmælið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.