- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Andri Örn Víðisson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir helstu atriði er varða fræðslusvið í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022-2025 sem var samþykkt í bæjarstjórn 7. desember sl.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Jórunni Kjartansdóttur.
Starfsleyfið er veitt með fyrirvara um að tilskilin gögn berist.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Sólnýju Lísu Jórunnardóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.
Starfsleyfið er veitt.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir fjölda stöðugilda í leikskólum Reykjanesbæjar. Heildarstöðugildi í öllum leikskólum sveitarfélagsins, þar með talið þjónustureknum leikskólum, eru 279.
Starfsáætlanir leikskóla Reykjanesbæjar fyrir starfsárið 2021-2022 lagðar fram.
Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar. Þær verða aðgengilegar á heimasíðum leikskólanna.
Skólanámskrá Stapaskóla 2021-2026, almennur hluti lagður fram.
Fræðsluráð staðfestir skólanámskrá Stapaskóla 2021-2026, almennan hluta.
Fylgigögn:
Skólanámskrá Stapaskóla - almennur hluti 2021-2026
Lögð fram tillaga um breytingar á skóladagatali Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Samkvæmt skóladagatalinu var gert ráð fyrir að jólahátíð yrði 20. desember en lagt er til að henni verði flýtt til 17. desember. Þetta hefur það í för með sér að skólaslit verða þriðjudaginn 7. júní í stað föstudagsins 3. júní og síðasti vinnudagur starfsfólks verður 10. júní í stað 9. júní. Skólaráð og starfsfólk hefur samþykkt breytingarnar fyrir sitt leyti.
Fræðsluráð samþykkir breytingarnar.
Fylgigögn:
Breyting á skóladagatali Njarðvíkurskóla - bréf til fræðsluráðs
Skóladagatal Njarðvíkurskóla 2021-2022 með breytingum
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fóru yfir stöðu mála varðandi húsnæði Myllubakkaskóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:54. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.