- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
„Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hversu margir kennarar hafi farið í tímabundið leyfi eða ótímabundið veikindaleyfi vegna heilsuspillandi umhverfis. Í upphafi er rétt að árétta að fræðsluráð hlutast ekki til um daglegan rekstur og starfsemi þeirra stofnana sem heyra undir ábyrgðar- og eftirlitssvið ráðsins. Í erindisbréfi ráðsins kemur það skýrt fram í 17. grein.
Fræðsluráð hefur því ekki aðgang að þeim upplýsingum sem óskað hefur verið eftir enda um að ræða viðkvæmar upplýsingar um heilsufar einstakra starfsmanna sem getur varðað lög og ákvæði um persónuvernd. Þá er fræðsluráði ekki kunnugt um að veikindi starfsfólks á sviðinu séu flokkuð með þeim hætti sem getið er um í fyrirspurninni.“
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Sævarsdóttir, Sighvatur Jónsson.
Lagðar fram eftirfarandi skólanámskrár:
Skólanámskrá Myllubakkaskóla, almennur hluti 2022-2026,
Skólanámskrá Akurskóla, almennur hluti 2022-2026,
Skólanámskrá Holtaskóla, almennur hluti 2023-2026,
Skólanámskrá Njarðvíkurskóla, almennur hluti 2023-2026.
Fræðsluráð staðfestir framlagðar skólanámskrár.
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fór yfir drög að tillögum starfshóps um endurbætur á skólalóðum grunnskóla Reykjanesbæjar.
Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Þorgerði Magnúsdóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.
Starfsleyfið er veitt.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi greindi frá því að sumarleyfi leikskóla Reykjanesbæjar verður 5. júlí – 8. ágúst 2023 að báðum dögum meðtöldum.
Fræðsluráð hvetur stjórnendur leikskóla til að kanna viðhorf foreldra til sumarlokunar leikskóla.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi sagði frá því að Menntamálastofnun hefur valið leikskólann Akur til ytra mats árið 2023.
Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.
Lagt fram. Fræðsluráð mun senda inn umsögn fyrir tilskilinn frest.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2023.