363. fundur

15.06.2023 00:00

363. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. júní 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Sighvatur Jónsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir boðaði forföll og sat Unnar Stefán Sigurðsson fundinn fyrir hana.

Fræðsluráð samþykkti að bæta eftirfarandi máli á dagskrá: Lok skólaárs (2023060261). Fjallað var um málið í lið 5.

1. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri Háaleitisskóla mætti á fundinn og sagði frá reynslu skólans af því að vera snjallsímalaus skóli.

Fræðsluráð þakkar Friðþjófi kærlega fyrir góða kynningu. Málið verður til umfjöllunar áfram.

2. Tíðavörur í grunnskólum (2022110184)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins. Jákvæð upplifun hefur verið af framkvæmdinni á skólaárinu. Vilji er hjá skólastjórum að útfæra verkefnið á næsta skólaári í samstarfi við ungmennaráð til þess að mæta þörfum nemenda sem best.

3. Sorpflokkun í leik- og grunnskólum (2023060229)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti fyrirkomulag sorpflokkunar í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð þakkar Önnu Karen fyrir góða kynningu. Málið verður til umfjöllunar áfram.

4. Leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsi (2023040174)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Andreu Atladóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

5. Lok skólaárs (2023060261)

Við lok skólaárs vill fræðsluráð koma á framfæri þökkum til starfsfólks, foreldra og barna í leik-, grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins fyrir skólaárið.

Hvatningarverðlaun

Þann 13. júní var skrifað undir samninga um 12 nýsköpunarverkefni sem styrkt voru um 10 milljónir af fræðslusviði Reykjanesbæjar.

Einnig voru afhent hvatningarverðlaun fræðsluráðs þar sem leikskólinn Tjarnarsel hlaut verðlaunin fyrir verkefnið sitt Gróðurhús í grænum skóla er áskorun og ævintýri.

Auk þess voru sérstaklega veittar viðurkenningar fyrir þrjú frábær verkefni. Frá Njarðvíkurskóla var verkefnið Fjármálafræðsla í 10. bekk eftir Yngva Þór Geirsson. Frá Háaleitisskóla var verkefnið Nýheimar – námsúrræði fyrir börn á flótta eftir Helenu Bjarndísi Bjarnadóttur og Friðþjóf Helga Karlsson. Frá leikskólanum Gimli var verkefnið Jóga og núvitund í vettvangsferðum eftir Sigurbjörgu Eydísi Gunnarsdóttir.

Fræðsluráð óskar verðlaunahöfum til hamingju með verkefnin auk allra sem tóku þátt.

Skólahreysti

Fræðsluráð vill einnig koma á framfæri þökkum og hvatningu til þátttakenda í Skólahreysti 2023.

Fræðsluráð óskar Heiðarskóla til hamingju með sigur í Skólahreysti og Holtaskóla með annað sætið. Skólarnir hafa samtals unnið 10 keppnir af þeim 19 sem haldnar hafa verið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2023.