364. fundur

25.08.2023 08:15

364. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Stapaskóla, Dalsbraut 11 þann 25. ágúst 2023 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Bryndís Björg Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Kynning á Stapaskóla (2023080424)

Gróa Axelsdóttir skólastjóri kynnti starfsemi skólans.

2. Húsnæðismál skóla (2022100267)

Hlynur Jónsson skólastjóri Myllubakkaskóla mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæðismál skólans.

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir áskoranir í húsnæðismálum skólanna og áhrif þeirra á upphaf skólastarfs.

Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ætlar Reykjanesbær að greiða starfsfólki við þá skóla sem hafa lokað húsnæði álagsgreiðslur? Hefur komið erindi frá skólastjórnendum eða kennurum um slíkt á borð fræðslustjóra eða menntaráðs?“

Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR lagði fram eftirfarandi bókun:

„Með hvaða hætti verður börnunum bættur upp sá tími sem vantar upp á kennslu? Verður það með lengri skóladegi eða auknu álagi á heimanám?“

Menntaráð mun fylgja spurningum fulltrúa grunnskólakennara og FFGÍR eftir á næsta fundi.

3. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Hlynur Jónsson skólastjóri Myllubakkaskóla mætti á fundinn og fór yfir hvernig málum er háttað varðandi snjallsímanotkun nemenda í skólanum. Skólinn styður við ábyrga notkun snjallsíma án þess að um algjört bann sé að ræða.

4. Staða innritunar í leikskólum (2023040132)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu innritunar í leikskólum Reykjanesbæjar.

22 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi, þar af eru 13 með lögheimili í Reykjanesbæ.

5. Leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsi (2023080027)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Hönnu Maríu Kristinsdóttur.

Starfsleyfið er veitt.

6. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir helstu áherslur og breytingar sem taka þarf tillit til við ákvörðun fjárhagsramma fyrir árið 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:08. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2023.