366. fundur

13.10.2023 08:15

366. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. október 2023 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2024.

2. Frístundaakstur - fyrirkomulag (2023100180)

Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra menntasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að breyttu fyrirkomulagi frístundaaksturs. Lagt er til að frá og með 1. desember nk. verði ekið með börn af frístundaheimilum í íþrótta- og tómstundastarf en ekki verði ekið með þau til baka að því loknu. Gert er ráð fyrir að forsjáraðilar sæki börnin af íþróttaæfingum og öðru tómstundastarfi.

Menntaráð samþykkir tillöguna.

Fylgigögn:

Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi frístundaaksturs

3. Húsnæðismál skóla - skólastofur á malarvelli (2022100267)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi skólastofur á malarvelli við Hringbraut. Kennsla hófst í húsnæðinu þann 25. september og hefur farið vel af stað. Einnig kynnti hann drög að hönnun vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Myllubakkaskóla, Holtaskóla og Heiðarsels auk nýrra leikskóla í Dalshverfi III og Hlíðahverfi.

4. Mælaborð leikskóla (2023090405)

Uppfærð tölfræði leikskóla Reykjanesbæjar fyrir september 2023 lögð fram.

5. Nýr grunnskóli á Ásbrú - undirbúningshópur (2023090406)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs lagði fram tillögu að skipan undirbúningshóps vegna nýs grunnskóla á Ásbrú.

Menntaráð samþykkir tillöguna.

Fylgigögn:

Tillaga að skipan undirbúningshóps vegna nýs grunnskóla á Ásbrú

6. Lindin - sértækt námsúrræði í Akurskóla (2023100187)

Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla og Arnar Freyr Smárason deildarstjóri Lindarinnar mættu á fundinn og kynntu Lindina sem er sértækt námsúrræði í Akurskóla. Nemendum í Lindinni hefur fjölgað töluvert frá því að úrræðið var opnað árið 2021 og nú í haust var tekin í notkun ný aðstaða og er stefnt að því að hún verði vígð formlega þann 9. nóvember nk.

Fylgigögn:

Lindin - kynning

7. Framtíðarleikskóli á lóð Garðasels (2023100188)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn. Rætt var um möguleika varðandi lóð og húsnæði Garðasels.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2023.