371. fundur

16.02.2024 08:15

371. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. febrúar 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Sigurbjörg Róbertsdóttir grunnskólafulltrúi, Brynja Aðalbergsdóttir leikskólafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir boðaði forföll. Birgitta Rún Birgisdóttir sat fundinn í hennar stað.

1. Framkvæmdir á menntasviði (2022100267)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og fóru yfir framkvæmdir og stöðu á skóla- og leikskólabyggingum sveitarfélagsins.

2. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Þormóður Logi Björnsson aðstoðarskólastjóri Akurskóla mætti á fundinn og fór yfir könnun sem gerð var meðal starfsfólks í grunnskólum Reykjanesbæjar varðandi símanotkun nemenda.

Fylgigögn:

Símar í skólum - niðurstöður könnunar

3. Nafn á nýjum leikskóla í Hlíðarhverfi (2021040124)

Leikskólinn Garðasel mun flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði veturinn 2024.

Nýi leikskólinn er staðsettur í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ og stendur við Skólaveg og Asparlaut, í nýju hverfi þar sem göturnar heita allar eftir Laut.

Grænn litur og lerki mun einkenna skólann að utan og einnig munu þau áhrif sjást vel að innanverðu. Hugmyndin hjá arkitektum er að skapa náttúrulega og notalega stemningu í húsnæðinu sem minnir á þá fegurð og andrúmsloft líkt og skapast inni í skógi. Náttúrulegir litir sem finnast í skógum munu skapa þetta rólega og fallega andrúmsloft, bæði hjá starfsfólki og börnum.

Starfsfólk, börn og foreldrar hafa fengið tækifæri til að koma með hugmynd að nafni fyrir þennan glæsilega skóla og fjöldamargar tillögur hafa borist til skólastjórnenda.

Skólastjórnendum og starfsfólki finnst mikilvægt að nafnið sé einstakt og finnist ekki á öðrum stöðum á landinu, eins og þekkist með nafn Garðasels sem oft er ruglað saman við leikskólann Garðasel á Akranesi og leggja skólastjórnendur til að leikskólinn fái nafnið Asparlaut.

Menntaráð samþykkir nafnið Asparlaut samhljóða.

4. Nýr grunnskóli á Ásbrú – staða undirbúningsvinnu (2023090406)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir undirbúningsvinnu nýs grunnskóla á Ásbrú.

Menntaráð fagnar því að undirbúningsvinna nýs grunnskóla á Ásbrú sé hafin og telur að sú uppbygging muni hafa jákvæð áhrif fyrir Ásbrú sem og sveitarfélagið í heild sinni.

5. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027 - drög til umsagnar (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar hjá nefndum og ráðum.

Menntaráð lýsir yfir ánægju sinni með vinnu við Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar og þakkar vönduð vinnubrögð við gerð hennar.

Menntaráð felur Sverri Bergmann Magnússyni formanni menntaráðs að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

6. Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 - drög til umsagnar (2023060380)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um Vefstefnu Reykjanesbæjar hjá nefndum og ráðum.

Menntaráð fagnar því að verið sé að vinna mikilvægt starf við að samræma vefi sveitarfélagsins, framsetningu og innihald þeirra.

Menntaráð felur Sverri Bergmanni Magnússyni formanni menntaráðs að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2024.