373. fundur

12.04.2024 08:15

373. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. apríl 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Guðrún María Þorgeirsdóttir fulltrúi FFGÍR, Brynja Aðalbergsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og starfandi leikskólafulltrúi, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Sigurbjörg Róbertsdóttir grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Anita Engley Guðbergsdóttir boðaði forföll og sat Guðrún María Þorgeirsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Ungt fólk 2023 - niðurstöður könnunar (2023110263)

Margrét Lilja Guðmundsdóttir þekkingarstjóri Planet Youth mætti á fundinn og fór yfir niðurstöður fyrir Reykjanesbæ úr rannsókninni Ungt fólk 2023, en þær eru byggðar á könnun Rannsókna og greiningar sem lögð var fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum tólf sveitarfélaga í október-nóvember 2023.

Fylgigögn:

Ungt fólk 2023 - niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Reykjanesbæ
Ungt fólk 2023 - niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í Reykjanesbæ

2. Skóladagatöl grunnskóla 2024-2025 (2024020232)

Sigurbjörg Róbertsdóttir grunnskólafulltrúi lagði fram skóladagatöl allra grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2024-2025.

Menntaráð staðfestir skóladagatölin. Þau verða birt á heimasíðum skólanna.

Fylgigögn:

Skóladagatöl 2024-2025 - samantekt

3. Endurbætur á skólalóðum grunnskóla (2023010276)

Sigurbjörg Róbertsdóttir grunnskólafulltrúi fór yfir vinnu starfshóps um endurbætur á skólalóðum grunnskóla Reykjanesbæjar og kynnti framkvæmdir sem farið verður í á þessu ári.

Menntaráð ítrekar mikilvægi verkefnisins þegar kemur að fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næstu ár.

4. Nýsköpunar- og þróunarsjóður menntasviðs 2024-2025 - úthlutanir (2024030530)

Skrifstofa menntasviðs auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins í febrúar síðastliðnum. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Alls bárust umsóknir um styrki til 17 verkefna upp á rúmar 17,5 milljónir króna. Úthlutunin nær til 11 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða 10.660.000 kr.

Fylgigögn:

Úthlutun úr nýsköpunar- og þróunarsjóði skrifstofu menntasviðs 2024-2025

5. Hvatningarverðlaun menntaráðs 2024 (2024040175)

Hvatningarverðlaun menntaráðs verða afhent fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 17:00. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla sveitarfélagsins fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

6. Nýframkvæmdir á menntasviði (2024040176)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir óskir forstöðumanna um nýframkvæmdir fyrir árið 2025.

7. Staða innritunar í leikskólum (2024040177)

Brynja Aðalbergsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu innritunar í leikskólum Reykjanesbæjar. Flestöll börn fædd 2022 eru komin með pláss í leikskólum sveitarfélagsins eins og staðan er í dag.

8. Bættar starfsaðstæður í leikskólum - starfshópur (2024030084)

Brynja Aðalbergsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á vinnu starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2024.