384. fundur

11.04.2025 08:15

384. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 11. apríl 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Vilborg Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.

1. Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna - staða innleiðingar (2023050248)

Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn og kynnti stöðu innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá Reykjanesbæ.

2. Skóladagatöl grunnskóla 2025-2026 (2025030204)

Skóladagatöl allra grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram.

Menntaráð staðfestir skóladagatölin. Þau verða birt á heimasíðum skólanna.

3. Breyting á skóladagatali Háaleitisskóla 2024-2025 (2024020232)

Óskað er eftir breytingu á skóladagatali Háaleitisskóla fyrir skólaárið 2024-2025 þannig að skertur nemendadagur færist frá 2. júní til 4. júní. Skólaráð Háaleitisskóla hefur samþykkt breytinguna.

Menntaráð staðfestir breytinguna.

Fylgigögn:

Samantekt - skóladagatöl grunnskóla

4. Húsnæði Njarðvíkurskóla (2023090407)

Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri Njarðvíkurskóla mætti á fundinn og kynnti óskir um að farið verði í heildrænt hönnunarferli á húsnæði skólans þar sem þarfir skólans verði greindar og byggingin aðlöguð að núverandi og framtíðaráskorunum.

Menntaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.

5. Leikskólinn Hjallatún - breytingar á húsnæði (2025040199)

Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri á Hjallatúni, kynnti tillögu að breytingum á húsnæði leikskólans. Tillagan felur í sér að breyta norðurgangi skólans, sem er viðbygging frá árinu 2014, í starfsmannaaðstöðu og starfsmannainngang og færa tvær litlar deildir sem þar eru yfir í þann hluta sem skrifstofur stjórnenda eru nú. Þetta mundi bæta starfsaðstöðu til muna og sameiginleg rými skólans mundu nýtast betur, auk þess sem færanleg kennslustofa á lóð skólans yrði óþörf.

Menntaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.

6. Staða leikskólamála (2025030164)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir upplýsingar um fjölda barna í leikskólum í Reykjanesbæ.

7. Nýsköpunar- og þróunarsjóður menntasviðs - úthlutun (2025020234)

Skrifstofa menntasviðs auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins í febrúar síðastliðnum. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Matsnefnd nýsköpunar- og þróunarsjóðsins hefur lokið úthlutun fyrir skólaárið 2025-2026. Alls bárust umsóknir um styrki til 24 verkefna upp á rúmar 28 milljónir króna. Úthlutunin nær til 15 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða 11.400.000 kr.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:08. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.