385. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 9. maí 2025 kl. 08:15
Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ingunn Rós Valdimarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Vilborg Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Staða framkvæmda í leik- og grunnskólum (2024040176)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildastjóri eignaumsýslu mætti á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda á menntasviði.
2. Hvatningarverðlaun menntaráðs 2025 (2025050095)
Hvatningarverðlaun menntaráðs verða afhent í byrjun júní 2025. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla sveitarfélagsins fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
3. Íslensku menntaverðlaunin 2025 (2025050096)
Opið er fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025. Tillögur þurfa að hafa borist fyrir 1. júní. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbóta. Verðlaunin eru veitt ár hvert í fjórum flokkum, auk sérstakrar hvatningar til aðila sem stuðlað hafa að framúrskarandi menntaumbótum.
A. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
B. Framúrskarandi kennari. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
C. Framúrskarandi þróunarverkefni. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi.
D. Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar.
E. Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
Menntaráð hvetur alla sem tengjast menntasamfélagi Reykjanesbæjar til að senda inn tilnefningar um verkefni sem uppfylla skilyrði Íslensku menntaverðlaunanna.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um Íslensku menntaverðlaunin á vef Skólaþróunar
4. Skráningardagar í leikskólum (2025050098)
Nýtt fyrirkomulag tók gildi í leikskólum sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2025 sem felst í því að skrá þarf börn í leikskólavistun í dymbilviku (síðustu viku fyrir páska) og vetrarfríi á haust- og vorönn. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir upplýsingar um fjölda skráðra barna á leikskólum í vetrarfríi 21. og 24. febrúar sl. og í dymbilvikunni 2025.
Fylgigögn:
Skráningardagar í leikskólum vorönn 2025
5. Fræðslustefna Reykjanesbæjar 2025-2028 - beiðni um umsögn (2025030588)
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að fræðslustefnu Reykjanesbæjar 2025-2028. Fræðslustefnan gildir fyrir allt starfsfólk á öllum sviðum og starfsstöðum sveitarfélagsins.
Formanni menntaráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins á framfæri.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:41. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. maí 2025.