389. fundur

10.10.2025 08:15

389. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 10. október 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Ríkharður Ibsen og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Rafn M. Vilbergsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ingunn Rós Valdimarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydia Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Maciej Baginski fulltrúi foreldra leikskólabarna, Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sigurbjörg Róbertsdóttir boðaði forföll og sat Rafn M. Vilbergsson fundinn í hennar stað. Ólöf Magnea Sverrisdóttir boðaði forföll og sat María Petrína Berg fundinn í hennar stað.

1. Verklag vegna undirmönnunar í leikskólum (2025050381)

Sverrir Bergmann Magnússon formaður menntaráðs kynnti leiðbeinandi verklag vegna undirmönnunar í leikskólum Reykjanesbæjar.

Menntaráð samþykkir verklagið að teknu tilliti til framkominnar athugasemdar og vísar því til bæjarráðs.

2. Hljóðvist í leik- og grunnskólum (2024030503)

Menntaráð ræddi hljóðvist í leik- og grunnskólum. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að hljóðvist og innivist í skólahúsnæði styðji við vellíðan og nám barna sem og gott starfsumhverfi. Þess er vel gætt við hönnun nýrra skóla og í endurbótum á eldri byggingum að hljóðvist sé góð. Ráðið telur þó rétt að farið verði í að skoða sérstaklega hljóðvist í eldri skólum og unnin áætlun um mögulegar úrbætur þar sem þess er þörf.

Menntaráð felur sviðsstjóra menntasviðs að vinna málið áfram.

3. Skráningardagar í leikskólum - framkvæmd kannana (2025050098)

Sverrir Bergmann Magnússon formaður menntaráðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs kynntu tillögu að framkvæmd kannana fyrir foreldra og starfsfólk leikskóla varðandi skráningardaga í leikskólum.

Menntaráð felur sviðsstjóra menntasviðs að vinna málið áfram.

4. Fjárhagsáætlun menntasviðs 2026 - undirbúningur (2025060320)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir stöðuna í vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar menntasviðs fyrir árið 2026.

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi kynnti úthlutunarlíkan sem er í þróun og hvernig það nýtist við úthlutun fjárheimilda til grunnskóla.

5. Snjalltæki í grunnskólum – drög að frumvarpi til umsagnar í samráðsgátt (2025010342)

Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008. Í drögunum eru lagðar til breytingar varðandi sértækari heimildir ráðherra til að kveða á um í reglugerð um notkun síma og snjalltækja í skóla- og frístundastarfi. Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til og með 17. október 2025.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:46. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2025.