392. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 9. janúar 2026 kl. 08:15
Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Ríkharður Ibsen og Sighvatur Jónsson.
Að auki sátu fundinn Sigurbjörg Róbertsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ingunn Rós Valdimarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maciej Baginski fulltrúi foreldra leikskólabarna, Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Erindi ungmennaráðs til menntaráðs (2025110312)
Bryndís Ólína Skúladóttir, Guðdís Malín Magnúsdóttir, Björk Karlsdóttir og Aðalheiður Ísmey Davíðsdóttir fulltrúar ungmennaráðs mættu á fundinn ásamt Ólafi Bergi Ólafssyni umsjónarmanni ungmennaráðs og fylgdu eftir erindum sem flutt voru á fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn Reykjanesbæjar 18. nóvember sl.
Ungmennaráð leggur til eftirfarandi aðgerðir:
I. Áhrif notkunar samfélagsmiðla á líðan ungmenna
A. Draga úr notkun samfélagsmiðla ungmenna í Reykjanesbæ
1. Að allir skólar í Reykjanesbæ verði símalausir grunnskólar
2. Farið verði í sameiginlegt átak og herferð í Reykjanesbæ til að draga úr notkun samfélagsmiðla
II. Andleg heilsa ungmenna
A. Tryggja léttari aðgang að sálfræðingum fyrir ungmenni í Reykjanesbæ
1. Auglýsa betur hvert er hægt að leita ef ungmenni vilja leita hjálpar.
B. Hafa félagsráðgjafa í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar
1. Tryggja að viðkomandi starfsmenn hafi nægan tíma til að grípa ungmenni og auglýsa sína þjónustu - helst að þessir starfsmenn séu viðbót við námsráðgjafa – komi ekki í staðinn fyrir þá.
III. Mikilvægi lesskilnings
A. Setjum meiri áherslu á að mæla lesskilning í skólum Reykjanesbæjar
1. Gefum kennurum fleiri leiðir til að meta raunverulegan lesskilning nemenda.
2. Þróum ítarleg lesskilningspróf, fáum umræður um texta og spurningar sem krefjast dýpri hugsunar.
IV. Hrós til Reykjanesbæjar
A. Mikilvægt að fólkið sem tekur að sér umsjón nemendaráðsins taki starfinu alvarlega, hafi umboð frá stjórnendum og hafi nægilegan undirbúningstíma.
V. Andleg heilsa ungmenna
A. Þurfum fleiri nýsköpunarverkefni eins og Hlýjuna
B. Þurfum að halda fleiri fræðslur fyrir ungmenni og fullorðið fólk um hvað andleg heilsa ungmenna er mikilvæg
C. Fá félagsráðgjafa í alla skóla í Reykjanesbæ
Menntaráð Reykjanesbæjar þakkar ungmennaráði Reykjanesbæjar fyrir málefnaleg, vel ígrunduð og áhrifarík erindi sem kynnt voru fyrir ráðinu. Í erindunum komu fram mikilvægar ábendingar og sjónarmið ungmenna um meðal annars andlega heilsu, áhrif samfélagsmiðla, mikilvægi lesskilnings og jákvæða þróun í skóla- og frístundastarfi í Reykjanesbæ. Menntaráð fagnar þeirri virkni, ábyrgð og samfélagslegu meðvitund sem ungmennaráðið sýnir með störfum sínum og telur framlag þeirra afar dýrmætt við mótun stefnu og ákvarðana í málaflokkum sem varða börn og ungmenni í sveitarfélaginu.
2. Ávísun á farsæld (2025060040)
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar barna á Suðurnesjum, mætti á fundinn og kynnti verkefnið Ávísun á farsæld. Um er að ræða samfélagsverkefni sem sameinar krafta skólakerfis, frístunda, heilbrigðisþjónustu, barna og fjölskyldna. Markmiðið er að fjölga úrræðum á fyrsta stigi og efla enn frekar heildrænan stuðning við börn og fjölskyldur á Suðurnesjum. Helstu áhersluþættir eru gagnadrifnar skimanir, tengslaþjálfar sem tengja börn og fjölskyldur við þjónustu og ávísunarkerfi sem tryggir aðgengi að íþróttum, tómstundum og öðrum úrræðum. Verkefnið verður hýst innan Fjörheima, sem munu samhæfa samstarf og tryggja gott aðgengi barna og fjölskyldna að þjónustunni á miðlægum stað.
Fylgigögn:
3. Greiðslufyrirkomulag vegna nemenda í leit að alþjóðlegri vernd (2025030161)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir breytingum á greiðslufyrirkomulagi Vinnumálastofnunar vegna nemenda í leit að alþjóðlegri vernd.
4. Leikskólinn Gimli (2026010146)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti hugmynd að breytingum á húsnæðismálum leikskólans Gimli.
Menntaráð telur hugmyndina jákvæða og leggur til að unnið verði áfram að framkvæmd hennar í samræmi við samþykkta verkferla.
5. Nemendagrunnur - samræmd skráning barna í grunnskóla (2025110332)
Erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu varðandi innleiðingu á nýjum Nemendagrunni lagt fram. Nemendagrunnur er miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um samræmda skráningu barna á skólaskyldualdri í grunnskóla fyrir landið allt. Markmiðið er að tryggja að réttar upplýsingar fylgi hverju barni í gegnum alla skólagöngu þess frá leikskóla til framhaldsskóla og áfram í nám og þjálfun. Til að tryggja árangursríka innleiðingu er óskað er eftir að sveitarfélög komist að samkomulagi um sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla.
Menntaráð felur sviðsstjóra menntasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:08. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2026.