21.03.2020 15:15

12. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 21. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Jóna Hrefna Bergsveinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

1. Upplýsingafundur Almannavarna 21. mars 2020

a. Það kemur til greina að herða reglur um skólahald. Það þarf að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börnin sín en það hefur ekki gengið sem skyldi. Hertar aðgerðir verða kynntar í kvöld eða á morgun.

b. Það stendur til að herða aðgerðir varðandi samkomubann enn frekar. Verið er að skoða heildarfjölda þeirra sem mega koma saman, einnig verið að skoða starfsemi þar sem nánd er mikil.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Óbreytt staða í starfsmannamálum, vel er haldið utan um allar starfseiningar og eiga forstöðumenn og starfsmenn hrós skilið fyrir samstöðuna og frábært starf við þessar erfiðu aðstæður. Stöðugt unnið að aðgerðum til að stemma stigu við smiti.
Allar búsetueiningar komnar með hlífðarfatnað komi upp smit. Bakvaktin einnig komin með hlífðarfatnað.

Fræðslusvið

Sóttvarnalæknir hefur beint því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni, tekið verði hlé á æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir. Þetta þýðir að við lokum íþróttamannvirkjum okkar fyrir æfingum eldri hópa.

Fá börn sóttu frístundaheimili í þessari fyrstu viku eftir að samkomubann tók gildi, 4-10 börn í hverjum hópi undir lok vikunnar.

Boðað var á upplýsingafundi Almannavarna í dag að búast mætti við frekari takmörkunum á skólahaldi.

Skólamáltíðir – öll börn fá mat óháð því hvort þau séu í áskrift eða ekki. Nánari upplýsingar um málið má finna í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Með því að smella á þennan tengil má skoða frétt um skólamáltíðir á vef Reykjanesbæjar

Umhverfissvið, skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða á umhverfissviði, engar breytingar varðandi starfsemi eða starfsmenn frá því í gær.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða á fjármálaskrifstofu, engar breytingar varðandi starfsemi eða starfsmenn frá því í gær.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða hjá skrifstofu stjórnsýslu, engar breytingar varðandi starfsemi eða starfsmenn frá því í gær.

Súlan

Óbreytt staða hjá Súlunni, engar breytingar varðandi starfsemi eða starfsmenn frá því í gær.

3. Önnur mál

a. Búast má við breytingu á samkomubanninu á morgun sem þarf að taka fyrir á næsta fundi og meta þær aðgerðir sem grípa þarf til vegna þess.

b. Passa þarf upp á úthaldið hjá starfsfólki Reykjanesbæjar, við erum að byrja að fara upp brekkuna og mikilvægt að styðja við alls staðar þar sem við getum næstu vikurnar og jafnframt þegar þessu tímabili lýkur þar sem gera má ráð fyrir að t.a.m. innan félagsþjónustunnar safnist upp verkefni.

c. Það skiptir miklu máli að fá fólk á bakvarðalistana sem getur stutt við starfið þegar líður á tímabilið. Þörf er á fólki sem hefur áður starfað við velferðarþjónustu.

d. Í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að sveitarfélagið taki mið af þeim og leggi sitt af mörkum til að spyrna við þeirri niðursveiflu sem er fyrirséð.

e. Það er hlutverk og ábyrgð hvers sviðsstjóra að finna stað og hólf fyrir starfsmenn sviðanna í ráðhúsinu. Stefnt er á að hólfun taki gildi á þriðjudagsmorgun.

f. Janus býður okkur að nýta efni sem hann á vegna Janusar heilsueflingar t.d. heilsupistla og heimaæfingar. Þetta verður sett á heimasíðu Reykjanesbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55.