13. fundur

22.03.2020 15:15

13. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 22. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

1. Upplýsingafundur Almannavarna 22. mars 2020

a. Ríkisstjórn fundar í dag kl. 17:00 m.a. um minnisblað sóttvarnalæknis.

b. Fylgjast þarf vel með þeim breytingum sem eru fyrirhugaðar á samkomubanninu og verða tilkynntar síðar í dag. Líklegt að þær muni hafa áhrif á stærri vinnustaði.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Til að vernda enn frekar þann viðkvæma hóp aldraðra sem nýtir sér þjónustu dagdvala og fækka smitleiðum, er í undirbúningi að endurskipuleggja þjónustuna og færa hana til notenda á heimili þeirra. Áætlað er að nýtt skipulag liggi fyrir á morgun, mánudag og þjónusta hefjist skv. breyttu skipulagi þriðjudaginn 24. mars 2020.

Fræðslusvið

Beðið er eftir upplýsingum um breytingu á samkomubanni sem eru væntanlegar síðar í dag. Í framhaldinu verður skoðað hvort þurfi að gera ráðstafanir varðandi leik- og grunnskóla.
Auglýsing er klár vegna tilkynningar um að öll íþróttastarfsemi verði aflögð. Unnið er í að klára þýðingar á önnur tungumál.

Umhverfissvið, skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Bæjarstjórn mun afgreiða heimild til fjarfunda nk. þriðjudag. Athuga þarf hvort útbúa eigi aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum sem hafa ekki aðgang heima eða annars staðar að tölvu með hljóðnema eða myndavél þar sem þeir geta komið og tekið þátt í fjarfundum.

b. Samband sveitarfélaga sendi tillögur að viðspyrnuaðgerðum fyrir helgi sem hvert sveitarfélag þarf að vinna betur úr heima í héraði. Bæjarstjóri sendi þær á framkvæmdastjórn fyrr í dag með beiðni um að þær verði skoðaðar og helst einhverjar tillögur eða vangaveltur tilbúnar fyrir fund bæjarráðs nk. fimmtudag 25. mars.

c. Búið er að panta þrif og sótthreinsun eftir kl. 16.00 á mánudag og í kjölfarið tekur við ný skipting á vinnusvæðum í Ráðhúsinu. Þrískipting tekur við þar sem enginn samgangur verður milli svæða og sérinngangur fyrir hvert svæði.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40.