23.03.2020 15:15

14. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn að 23. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna 23. mars 2020

Vinnumálastofnun býður upp á opna símatíma með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga á milli kl. 13 og 15. Búið að upplýsa um það á pólsku Facebook síðu Reykjanesbæjar, Polacy na Reykjanes.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Starfsemi dagdvalanna á Nesvöllum og í Selinu lokar frá og með morgundeginum 24. mars 2020 og sett hefur verið upp þjónustuáætlun fyrir þá sem fá þjónustuna heima á meðan annað hvort í formi símavitjana eða heimavitjana. Áhersla lögð á að samþætta þjónustuna við heimahjúkrun og heimaþjónustu þannig að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu með aðkomu færri. Jafnframt verður boðið upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess óska.

Viðbragðsteymi félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þjónustu við viðkvæma hópa er að hefja söfnun upplýsinga frá öllum sveitarfélögum/félagsþjónustusvæðum um áskoranir og hugsanleg þjónusturof eða önnur vandamál sem upp kunna að koma við framkvæmd félagsþjónustunnar. Viðbragðsteymið mun safna þessum upplýsingum vikulega og mun fyrsta samantektin verða lögð fram í stöðuskýrslu fyrir ríkisstjórn á morgun. Upplýsingar voru sendar í dag frá velferðarsviði Reykjanesbæjar.

Í bakvarðarsveit velferðarþjónustu hafa yfir 300 manns skráð sig og þar af 27 merkt sérstaklega við Suðurnesin. Óskað er eftir liðsinni úr hópi almennra starfsmanna auk félagsliða, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í velferðarþjónustunni með skömmum fyrirvara. Upplýsingar sem skráðar eru verða geymdar í gagnagrunni sem hýstur er á gagnasvæði félagsmálaráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa í velferðarþjónustu vegna COVID-19 veirunnar.

Fræðslusvið

Öll íþróttamannvirki eru lokuð. Sundmiðstöðin Vatnaveröld verður lokuð frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020.

Óbreytt skipulag er í skólum þessa viku.

Félagsmiðstöðin Fjörheimar er opin fjórum sinnum í viku en öll dagskrá fer fram í gegnum netið, ýmsir skemmtilegir viðburðir.

Unnið er að breytingum á skipulagi í tónlistarskólanum og verður lögð áhersla á aukna fjarkennslu.

Umhverfissvið, skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Aukafundur verður í bæjarstjórn á morgun vegna heimildar um fjarfundi.

Flestir starfsmenn vinna heima. Aðrir skipta sér á milli svæða í ráðhúsinu.

Súlan

Duus Safnahús og Hljómahöll verða lokuð frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020. Nóg er þó af verkefnum fyrir starfsfólkið til að vinna að.

Viðburðadagatal verður kynnt seinna í dag eða á morgun.

Unnið er að aðgerðaáætlun í atvinnumálum.

Starfsmannamál eru óbreytt.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Verið er að leggja lokahönd á skiptingu svæða í ráðhúsi.

b. Fréttir bárust af því í dag að Icelandair hafi sagt upp 240 manns og má gera ráð fyrir að þetta hafi töluverð áhrif í sveitarfélaginu.

c. Æskilegt að borðinn á vef Reykjanesbæjar með tenglinum á Covid.is sé líka á ensku og pólsku. Þessu verður breytt.

d. Vakin er athygli á nýju netfangi lýðheilsufulltrúa, lydheilsa@reykjanesbaer.is.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55.