15. fundur

24.03.2020 15:15

15. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur 24. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Barnaverndarstofa er að draga saman í sínum úrræðum svo sem á Stuðlum og MST, kemur til með að hafa áhrif á stuðning við barnavernd. Gengið vel í dagdvölum aldraðra í dag samkvæmt nýju skipulagi.

Fræðslusvið

Góður fundur með skólastjórnendum grunnskóla í morgun, þeir ásamt kennurum og öðru starfsfólki eru að gera ótrúlega hluti úti í skólunum. Ætlum að taka samskonar fund með skólastjórnendum leikskóla síðar í vikunni. Búið er að senda út tilkynningu um aukna fjarkennslu í Tónlistarskólanum. Búið er að kenna einn tíma í námskeiðinu Klókir litlir krakkar í gegnum Zoom og búið að taka viðtal við foreldra í gegnum Teams (myndsamtal). Hvort tveggja gekk mjög vel.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Skipting Ráðhússins hefur tekið gildi. Gengið vel í dag. Að öðru leyti óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða að mestu leyti. Ákveðið var að halda Skessuhelli opnum en sett verður upp skilti sem minnir á 2 metra fjarlægð og handþvott.
Búið er að gefa út viðburðadagatal sem sýnir viðburði menningarstofnana, sem streymt er. Dagatalið má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45