17. fundur

27.03.2020 15:15

17. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur 27. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Gera má ráð fyrir að samkomubann verði framlengt. Fram kom í máli Ríkislögreglustjóra að byrjað er að undirbúa bakvarðarsveit lögreglu.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið 

Lítið breytt staða, þeir starfsmenn sem hafa verið í sóttkví eru að ljúka henni. Ekki þurft að skerða þjónustu en aðeins um að þjónusta sé afþökkuð svo sem í heimaþjónustu. 

Fræðslusvið

Gott hljóð í leik- og grunnskólastjórum. Ekkert dagforeldri þurft að skerða starfssemi vegna veikinda. Svipaður fjöldi nemenda að mæta í skólann þessa vikuna.
Umræða í nokkrum sveitarfélögum um að loka sparkvöllum, búið að loka í einu sveitarfélagi í það minnsta. Ekki verið tekin til þess afstaða hér.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Byggingarfulltrúi hefur tekið þá ákvörðun að á meðan samkomubanni stendur verður ekki farið í úttektir út í bæ nema undir mjög sérstækum aðstæðum/undantekningum.
Frá því samgöngubannið byrjaði hefur eignaumsýsla ekki farið í stofnanir Reykjanesbæjar. Nú þegar búið er að loka íþróttahúsum, sundlaugum og söfnum hefur tækifærið verið notað og farið í ýmis verkefni sem ákveðið var að fara í og átti jafnvel að fara í síðar á árinu.
Ef farið er í stofnanir er að sjálfsögðu farið eftir leiðbeiningum Almannavarna er varða hópa stærð, fjarlægð á milli manna, sótthreinsun og annað sem skiptir máli. Allt gert í fullu samráði við forstöðumenn, hvort þeir heimila okkur að mæta á staðinn eða ekki.
Fyrirhugað var að fara í málningarvinnu í einhverjum stofnunum í páskafríi en einhverjir stofnanir vilja ekki fara í þær framkvæmdir meðan þetta ástand vofir er og að sjálfsögðu verða þær óskir virtar.
Ef um neyðartilvik er að ræða er brugðist við því.
Óbreytt staða í starfsmannahaldi.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða hjá starfsmönnum.
Búið að vera mikið álag á tölvuaðstoð og tæknimál. Nýir starfsmenn fengið mikla þjálfun og reynslu á stuttum tíma.
Athuga hvernig önnur sveitarfélög meðhöndla innkominn póst.

Súlan

Einn starfsmaður veikur og einn til viðbótar í sóttkví.
Menningarviðburðir á netinu hafa gengið vel og fengið gott áhorf.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

2. Önnur mál

a. Upplýsingafundur í aðgerðarstjórn Almannavarna Suðurnesja farið var yfir stöðuna.
b. Almenningssamgöngur – breytingar að öllum líkindum þann 1. apríl nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.