- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðsluviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
a. Jákvætt að áhersla sé lögð á að huga að þeim sem búa einir.
b. Rætt var um að dregið verði rólega úr aðgerðum þegar þar að kemur.
Óbreytt staða að mestu.
Í skoðun varðandi aðgang að sparkvöllum, t.d. merkingar.
Óbreytt staða
Óbreytt staða.
Óbreytt staða.
Einn starfsmaður með staðfest COVID-19 smit.
Óbreytt staða.
a. Formaður innflytjendaráðs hafði samband og sagðist vera að safna upplýsingaefni fyrir blaðamannafund sem væri í undirbúningi fyrir fólk af erlendum uppruna. Þau voru að safna efni fyrir fundinn og vildu koma því á framfæri að þeim þætti Reykjanesbær vera að standa sig vel í að miðla upplýsingum á ensku og pólsku. Eins leituðu þau ráða um efni fyrir fundinn og hvöttu okkur til þess að leita til þeirra ef við hefðum spurningar eða ábendingar.
b. Mannauðsstjóri fór yfir mælaborð varðandi starfsmenn Reykjanesbæjar í störfum vegna COVID-19 fyrstu tvær vikur í samkomubanni og kynnti einnig breytingar á mælaborði fyrir þessa viku.
c. Farið var yfir hvernig meðhöndla skuli póst sem berst inn í ráðhúsið en veiran getur smitast með pósti. Deildarstjóra þjónustu og þróunar og vinnuverndar- og öryggisfulltrúa falið að ákveða verklag.
d. Breytingar á strætó taka gildi þann 1. apríl næstkomandi vegna lítillar notkunar. Frá og með þeim degi verður ekið samkvæmt almennri tímatöflu, á 30 mínútna fresti, frá kl. 07:30 til kl. 14:30 en samkvæmt tímatöflu laugardags eftir það frá kl. 14:30 til kl. 18:00, á 60 mínútna fresti.
e. Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni, hluta af þeim starfsmönnum verður boðið skert starfshlutfall.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:53.