- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Guðlaug María Lewis verkefnastjóri menningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Fyrstu tilslakanir á samkomubanni eru væntanlegar 4. maí nk. Hámarksfjöldi fólks í einu rými verði 50 manns í stað 20 áður. Áfram á fjarlægð milli fólks að vera tveir metrar eða meira. Takmörkunum verður aflétt í nokkrum skrefum með nokkurra vikna millibili. Gert er ráð fyrir að fjöldasamkomur takmarkist við 2000 manns a.m.k. út ágúst. Verið að meta hvað skuli gera varðandi barnamenningarhátíðina í maí, 17. júní hátíðarhöld og Ljósanótt í byrjun september.
Skólahald fer í fyrra horf frá 4. maí nk. að íþróttum undanskildum.
Staðan óbreytt varðandi starfsmannamál. Skoða þarf hvernig málum verður háttað varðandi þjónustu í ljósi nýjustu upplýsinga um tilslakanir á samkomubanni.
Stjórnvöld boða að skólastarf í leik- og grunnskólum verði með hefðbundnum hætti frá 4. maí nk. Á næstu dögum verður leitast við að svara spurningum sem lúta að ýmsum álitamálum s.s. varðandi sjálfskömmtun í grunnskólum, frímínútur, stærri viðburði í skólastarfi, vorferðir o.fl.
Óbreytt staða.
Óbreytt staða.
Óbreytt staða.
Óbreytt staða í starfsmannamálum.
Söfn mega opna 4 maí.
Barna- og ungmennahátíðin verður ekki haldin með hefðbundnu sniði. Hugmyndir eru uppi um að vera með viðburði í tengslum við hátíðina, t.d. ratleik og fleira sem krefst þess ekki að margir komi saman.
Hátíðarhöld á 17. júní eru í skoðun og verða þau að öllum líkindum með breyttu sniði.
Undirbúningi fyrir Ljósanótt verður haldið áfram og mun hann þróast með tilliti til þess hvernig framvindan verður varðandi samkomubann.
Óbreytt staða.
a. Fundum neyðarstjórnar verður fækkað í tvo í viku.
b. Rætt um hvernig starfseminni verður háttað í ráðhúsinu þegar slakað verður á samkomubanni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.