25. fundur

17.04.2020 15:15

25. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 17. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Staðan á velferðarsviði er óbreytt í starfsmannamálum. Byrjað að hringja í einstaklinga 80 og eldri sem búa einir og það hefur gengið vel. Um er ræða um 250 einstaklinga.

Fræðslusvið

Börnum er að fjölga bæði í grunnskólum og leikskólum. Áhyggjur eru af aukinni aðsókn ungmenna að sparkvöllum og hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi sent út tilkynningu vegna þess.

Beðið er eftir svörum frá Almannavörnum um ýmis álitamál varðanda starfsemi skóla eftir 4. maí.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Starfsmenn með undirliggjandi sjúkdóma munu koma til vinnu í næstu viku.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Einn starfsmaður í sóttkví, að öðru leyti óbreytt staða.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

2. Önnur mál

a. Staðan á Suðurnesjum 17. apríl:
• 78 staðfest smit
• 23 í einangrun
• 57 í sóttkví

Staðan í Reykjanesbæ 17. apríl:
• 57 staðfest smit
• 20 í einangrun
• 43 í sóttkví

b. Fundir neyðarstjórnar verða á mánudag og miðvikudag í næstu viku en eftir það á mánudögum og fimmtudögum.

c. Farið yfir tillögur um starfsemi eftir 4. maí. Mikilvægt er að huga bæði að starfsfólki og þjónustuþegum. Nauðsynlegt er að skipta starfshópnum upp í einingar og forðast þannig hópsmit hjá samstarfsfólki sem sinnir sambærilegum verkefnum. Jafnframt er nauðsynlegt að huga vel að aðgengi þjónustunnar og að fagfólki Reykjanesbæjar sem sinnir þjónustu við viðkvæman hóp íbúa sem hefur búið við mikla einangrun undanfarið. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem fólk veigri sér við því að leita til sveitarfélagsins eftir þjónustu eða aðstoð, aðrar þjónustustofnanir hafa líka greint frá því að þeim finnist færri leita til þeirra.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55.