20.04.2020 15:15

26. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 20. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Sagt frá hugsanlegum ferðatilslökunum. Tillögur hafa verið sendar til heilbrigðisráðherra.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Staðan á velferðarsviði er óbreytt í starfsmannamálum.

Matarsendingum hefur fjölgað töluvert.

Búið að hringja í alla einstaklinga 80+ sem búa einir.

Fræðslusvið

Beðið eftir auglýsingu frá Almannavörnum og heilbrigðisráðherra varðandi starfsemi leik-, grunn- og tónlistarskóla eftir 4. maí sem og varðandi frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Einn starfsmaður heima í dag vegna þess að maki er með einkenni. Starfsmenn sem hafa verið heima vegna undirliggjandi sjúkdóma að koma til vinnu í þessari viku.

Fjármálaskrifstofa

Einn starfsmaður tilkynnti veikindi í dag, ekki vitað hvers eðlis veikindin eru. Viðkomandi starfsmaður hefur verið í fjarvinnu heima undanfarnar vikur.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Staðan í Reykjanesbæ 20. apríl:

• 57 staðfest smit
• 13 í einangrun
• 29 í sóttkví

Engin ný smit síðan á föstudag. Fólki í einangrun og sóttkví fækkar.

b. Farið yfir tillögur um starfsemi eftir 4. maí.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:44.