27. fundur

22.04.2020 15:15

27. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 22. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttur ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Aflétting heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum hefst 4. maí nk.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Staða óbreytt í starfsmannamálum. Leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga frá Embætti landlæknis og almannavörnum vegna tilslakana frá samkomubanni eftir 4. maí liggja líklega fyrir næsta mánudag.

Fræðslusvið

Takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi frá 4. maí nk. og verður þá starf leik- og grunnskóla frá þeim tíma með hefðbundnum hætti. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum og þurfa þeir að fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit.

Almennt um útfærsluna:

Grunn- og leikskólar

• Engar takmarkanir verði settar á fjölda nemenda.
• Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 50 á sama stað.
• Félagsmiðstöðvar geta verið opnar.
• Skemmtanir t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram en án fullorðinna gesta utan skóla s.s. foreldra.
• Frístundaheimili geta verið opin.
• Íþróttir inni (og úti) eru í lagi.
• Skólasund og notkun búningsaðstöðu er í lagi.
• Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.
• Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi

• Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
• Öll íþrótta og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
• Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
• Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
• Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
• Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða. Söfn stefna á að opna starfsemi eftir 4. maí 2020.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a) Hugsanlegt að hægt verði að byrja með mötuneyti starfsmanna á Tjarnargötu 12 eftir 4. maí. Á eftir að útfæra betur.

b) Meðfylgjandi er auglýsing heilbrigðisráðuneytisins vegna tilslakana á samkomubanni. Auglýsinguna er að finna hér:

Með því að smella hér má skoða auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins vegna tilslakana á samkomubanni

c) Upplýsingar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skóla-, frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí er að finna hér: 

Með því að smella hér má skoða upplýsingar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skóla-, frístunda- og íþróttastarf ungmenna eftir 4. maí

d) Farið yfir tillögur um starfsemi eftir 4. maí.

e) Um helgina var tilkynnt að aðeins 4% smitaðra af Covid-19 hefði erlent ríkisfang. Talið er að ýmsar ástæður geti legið þar að baki og er skortur á upplýsingagjöf áhyggjuefni sem og skortur á prófunum fyrir veirunni. Íslensk erfðagreining hefur farið af stað með sérstakt átak til þess að gera prófanir á fólki af erlendum uppruna. Lagt til að Reykjanesbær hjálpi til við að koma þeim upplýsingum áfram til íbúa sveitarfélagsins af erlendum uppruna. Jafnframt virðist vera sem fremur lágt hlutfall fólks af erlendum uppruna hafi hlaðið niður rakningarappinu. Upplýsingum um appið þarf að koma áfram til íbúa af erlendum uppruna. Málið verður skoðað með starfsfólki sveitarfélagsins sem sér um markaðsmál.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:44.