29. fundur

27.04.2020 15:15

29. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 27. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Engin smit í dag.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Óbreytt staða að mestu í starfsmannamálum.

Fræðslusvið

Óbreytt staða.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Frá og með 5. maí nk. verður fyrirtækjum gert kleift að sækja um bætur til ríkisins vegna starfsmanna sem hafa verið í sóttkví annars vegar og starfsmanna sem hafa verið verkefnalaus vegna ákvarðana um samkomubann.

b. Tillaga um breytingu á hlutverki neyðarstjórnar. Neyðarstjórn fylgist áfram með þróun Covid-19 en einbeiti sér auk þess að samfélagslegum og fjárhagslegum áhrifum heimsfaraldursins. Hópurinn verði minnkaður verulega frá því sem nú er og verði helst ekki fleiri en 5-7. Þeir verði auk bæjarstjóra, formaður bæjarráðs, aðstoðarmaður bæjarstjóra, fulltrúar velferðarsviðs, skrifstofu fjármála og Súlunnar. Aðrir verði kallaðir til eftir þörfum. Fundar 2x í viku kl. 15.15. Fjöldi funda verður endurskoðaður eftir þörfum og fjölgað ef þarf.

Fundarefni

• Þróun faraldurs og áhrif á starfsemina út frá samkomuviðmiðum sem eru í gildi hverju sinni.
• Yfirsýn yfir viðfangsefni sem þarf að vinna og fylgja eftir og eru tilkomin vegna áhrifa faraldursins á samfélagið. Fulltrúar hópa sem vinna við þessi viðfangsefni fara yfir stöðuna á fundunum.
1. Atvinnuleysi/ fjölgun starfa: Súlan, verkefnastjóri Sigurgestur
2. Fjárhagslegar afleiðingar: Skrifstofa fjármála, verkefnastjóri Regína
3. Velferð og lýðheilsa íbúa: Velferðarsvið, verkefnastjóri Guðrún
• Áfram verður haldið góðu sambandi við Vinnumálastofnun, lögreglu, HSS, félagsþjónustu og neyðarstjórnir annarra sveitarfélaga, menntastofnanir, SAR, ISAVIA o.fl.
Með þessu fyrirkomulagi skapast yfirsýn yfir þá vinnu og aðgerðir sem Reykjanesbær hefur ráðist í vegna þeirrar stöðu sem við nú stöndum fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.