3. fundur

12.03.2020 15:00

3. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 12. mars 2020 kl. 15:00.

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Starfsfólki boðið að vinna heima

Starfsfólki ráðhúss verður boðið að vinna heima ef sá möguleiki er fyrir hendi, með samþykki næsta yfirmanns.

Takmörkun á aðgangi

Rætt um frekari lokanir eða takmörkun á aðgangi. Ákveðið að bíða með ákvörðun að sinni.

Heimild frá Alþingi til að halda fjarfundi í bæjarráðum og bæjarstjórnum

Von er á heimild frá Alþingi fyrir bæjarráð og mögulega bæjarstjórnir að halda fjarfundi. Skýrist væntanlega á mánudag.

Leiðir til að koma skilaboðum á framfæri

Rætt um leiðir til að koma skilaboðum á framfæri til að ná til sem flestra.

Gestir í bæjarráði

Bæjarráð áætlar að hætta tímabundið að taka á móti gestum á fundi sína.

Aukafundur í bæjarstjórn

Í skoðun er að bæjarstjórn muni halda aukafund á næstu dögum til að fjalla um COVID-19 og áhrif ferðabanns frá Evrópu til USA.

Staðgenglar lykilstjórnenda

Málið er í vinnslu og verður væntanlega frágengið í dag.

Viðburðum frestað

Forskólatónleikum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem áttu að fara fram í dag hefur verið frestað. Árshátíð grunnskólanna er frestað. Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum yngri flokka fram yfir páska.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50.