33. fundur

11.05.2020 15:15

33. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 11. maí 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Ekkert smit hefur greinst síðustu fjóra sólarhringa. Áhersla lögð á að áfram þarf fólk að hafa varann á þó svo að fá smit hafi greinst undanfarið.

2. Atvinnuátak

Vinna við að skapa fleiri störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri er í fullum gangi. Sótt hefur verið um 307 störf til Vinnumálastofnunar vegna sumarstarfaátaks fyrir þennan hóp. Vinnuskólinn er fyrir unglinga upp í 10. bekk, unnið er að því að finna úrræði fyrir árganginn sem er þarna á milli.

Íbúafundur í beinu streymi á FB síðu Reykjanesbæjar er fyrirhugaður fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30. Þar verður fjallað um aðgerðir Reykjanesbæjar í atvinnumálum í kjölfar COVID heimsfaraldurs. Íbúum verður gefinn kostur á að senda inn spurningar á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Dagskrá:

1. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri
- Staðan í atvinnumálum í Reykjanesbæ
2. Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar
- Kynning á atvinnuátaksverkefni Reykjanesbæjar
3. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar
- Íbúalýðræði – hugmyndasöfnun í gegnum BetriReykjanesbaer.is
4. Framsögumenn svara spurningum sem berast um atvinnumál

Í kjölfarið á fundinum fer af stað kynning á samráðsvefnum Betri Reykjanesbær.

3. Velferðarmál

Allt gengur vel í stofnunum Reykjanesbæjar.

Samráðshópur um forvarnir vegna COVID-19 mun senda frá sér tillögur á næstunni.

4. Fjármál

Engar nýjar upplýsingar.

5. Önnur mál

Áætlað er að ráðstafanir í ráðhúsi Reykjanesbæjar verði óbreyttar þar til frekari tilslakanir verða á fjöldatakmörkunum í samkomubanni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:48.