25.05.2020 15:15

36. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 25. maí 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Ríkislögreglustjóri lækkaði almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig í dag. Síðasti upplýsingafundur almannavarna var í dag.

2. Atvinnuátak

Lágmarkstími til auglýsinga á störfum fyrir námsmenn byrjar að renna út í dag. Byrjað verður strax að ráða í störfin, en áfram verður hægt að sækja um laus störf.
Í skoðun er hvort þeir nemendur sem vilja nýta sér sumarnámskeið í menntastofnunum geti fengið svigrúm til þess samhliða vinnu í gegnum úrræðið.
Vakin er athygli á því að aðild að Markaðsstofu Reykjaness er ókeypis fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum á þessu ári. Markaðsstofan hefur fengið 30 milljónir í sérstakt markaðsátak og það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki í Reykjanesbæ að gerast meðlimir í markaðsstofunni.

3. Velferðarmál

Aukning á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins er ekki enn beint tengd Covid-19, en umsóknum fjölgar milli mánaða og milli ára. Aukning orðið í ráðgjafaviðtölum þar sem íbúar eru m.a. að afla upplýsinga um félagsleg réttindi sín og stöðu.
Verið er að vinna úr þeim aðgerðum sem ríkið hefur kynnt og snúa að stuðningi við sveitarfélög, þ.m.t. velferðarþjónustu sveitarfélaga, til stuðnings viðkvæmum hópum.

4. Önnur mál

Neyðarstjórn kemur hér eftir saman einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 11.

Í dag hækkuðu fjöldatakmörk úr 50 í 250 manns. Ýmis þjónusta opnaði í dag.  Með því að smella hér má sjá nánari á heimasíðu Reykjanesbæjar

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:36.