03.06.2020 11:00

37. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 3. júní 2020 kl. 11:00

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Atvinnuátak

Vinna við ráðningar í sumarstörf námsmanna stendur yfir en hefur reynst mjög umfangsmikil, enda mikið magn ráðninga á stuttum tíma. Eins og staðan er núna mun öllum umsækjendum sem uppfylla skilyrði úrræðisins verða boðið starf hjá bænum í sumar.

2. Velferðarmál

Félagsþjónustur og kirkjur á Suðurnesjum ætla að hittast og bera saman bækur sínar, en áhyggjur eru af því ástandi sem kann að skapast að óbreyttu þegar uppsagnarfresti fólks lýkur og fleiri fara á atvinnuleysisbætur og gera má ráð fyrir aukinni þörf fyrir fjárhagslegan stuðning.

Í undirbúningi er móttaka Velferðarvaktarinnar þann 19. júní 2020 þar sem farið verður yfir afleiðingar Covid-19 faraldursins á velferð og félagslega stöðu íbúa á svæðinu, fátækt og hvaða aðstoð er í boði.

3. Fjármál

Fyrstu fjóra mánuði ársins eru útsvarstekjur og framlag frá jöfnunarsjóði 500 milljónum undir áætlun. Um miðjan júní verður ljóst hvernig maí kemur til með að líta út. Það stefnir í að rekstrarniðurstaða eftir fyrstu 5 mánuði ársins verði neikvæð.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:38.