03.07.2020 09:00

39. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 3. júlí 2020 kl. 09:00

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. COVID-19

Staðfest smit á Suðurnesjum eru 4.

Mikilvægt er að hver og einn einstaklingur fylgi vel leiðbeiningum um sóttvarnir og hafi í huga mikilvægi handþvottar, sprittunar og að viðhalda 2ja metra reglunni eftir fremsta megni.

Staðfest smit í Björginni, geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum, er eitt og eru 10 einstaklingar komnir í sóttkví í kjölfar leiðbeininga frá smitrakningarteyminu. Í dag, föstudaginn 3. júlí er Björgin lokuð og þrifin með tilliti til sóttvarna. Björgin opnar aftur mánudaginn 6. júlí og verður opin frá kl. 10.00 - 14.00 til 13. júlí. Gert er ráð fyrir að starfsemi Bjargarinnar geti síðan verið með hefðbundnum hætti frá 14. júlí.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:25.