- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
3 staðfest smit í Suðurnesja læknisumdæmi.
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun voru boðaðar harðari aðgerðir og samkomureglur sem taka gildi á hádegi á morgun 31. júlí. Samkomur miðast við hámark 100 manns. 2 metra reglan innleidd aftur og er nú skylda. Ef ekki er hægt að virða 2 metra er skylda að vera með grímur og hanska.
Vinnustaðir eru hvattir til að efla sóttvarnir, hafa nóg af spritti, hönskum og nota grímur.
Hafsteinn Ingibergsson er upplýstur um aðgerðir á sundstöðum. Tveggja metra reglan innleidd og þess gætt að ekki fleiri en 100 fullorðnir einstaklingar séu í lauginni í einu (börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin).
Hafþór Birgisson og formenn íþróttafélaga, Njarðvík, Keflavík og ÍRB, eru upplýstir um tilmæli til íþróttahreyfingarinnar sem kveða á um að öllum íþróttaviðburðum fullorðinna, þ.e. þeirra sem fæddir eru 2000 og fyrr verði frestað til 10. ágúst.
Góð staða á stöðum velferðarsviðs varðandi sótthreinsun og fjarlægðartakmörk. Rifjaðar verða upp fyrri aðgerðaráætlanir ef til frekari skerðinga kemur.
Búið að færa til borð í Ráðhúskaffi þannig að hægt sé að virða 2 metra reglu. Fylla þarf að sprittstöðvar í Ráðhúsinu og tryggja aðgengi að hönskum og grímum. Grímur þurfa að vera í boði þrátt fyrir að hægt væri að halda 2 metra reglu.
Fjarlægðartakmörk í þjónustuveri verða tryggð.
Farið verður fram á grímuskyldu í almenningsvögnum.
Einn inngangur verður opin í DUUS húsum, spritt, hanskar og grímur í boði, talið verður inn. Sama mun gilda í Hljómahöll.
Tryggt verður 2 metra reglu við afgreiðsluborð í bókasafni. Þar verða einnig spritt, grímur og hanskar aðgengilegar.
Sófasvæði á bókasafni verður lokað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.25