49. fundur

14.10.2020 11:00

Fundargerð 49. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 14. október 2020 kl. 11:00

Viðstaddir:  Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi,  Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. 

1. Smit og smitrakning í skólum og stofnunum Reykjanesbæjar 

Fjörheimar
Smitaður einstaklingur tók þátt í starfseminni á föstudaginn síðasta. Um er að ræða einstakling sem kemur fram í öðrum tölum og því ekki um nýtt smit að ræða. 4 starfsmenn í sóttkví vegna þessa og 56 nemendur úr 6 grunnskólum.
Búið er að sótthreinsa og Fjörheimar verða lokaðir í augnablikinu meðan unnið er að endurskipulagningu starfsins.

Akurskóli
2 kennarar og 5 nemendur með staðfest smit. Allir kennarar á unglingastigi í sóttkví.
Allir nemendur i 7. bekk nema einn, allir nemendur í 9. bekk nema 2 og helmingur nemenda í 10. bekk í sóttkví.
Til að gæta að sóttvörnum og vegna fjölda starfsmanna í sóttkví verður kennsla í heimanámi með aðstoð hjá nemendum í 7. – 10. bekk.

Tónlistarskólinn
Í ljósi þess að mikil blöndun á sér stað í tónlistarskólanum þar sem nemendur koma úr flestum, ef ekki öllum leikskólum Reykjanesbæjar, öllum grunnskólunum, nokkrum framhaldsskólum, víða að úr atvinnulífinu og eldri borgarar, leggur Haraldur Árni skólastjóri til að allir nemendur sem komnir eru af grunnskólaaldri (f. 2005), sem og foreldar Suzuki-nemenda sem þurfa námsins vegna að vera með börnum sínum í hljóðfæra- og hóptímum auk allra starfsmanna skólans noti grímu. Í sumum námsgreinum (blásturshljóðfæri og hugsanlega hjá einhverjum söngnemendum) gengur það ekki í sjálfum kennslustundunum, en um leið og þeim lýkur er lagt til að gríman sé sett upp áður en farið er út úr kennslustofunni.

Velferðarsvið
Eitt smit hefur komið upp í tengslum við matsal Nesvalla og er hann lokaður á meðan verið er að vinna í smitrakningu í samráði við Almannavarnir.

2. Önnur mál

Neyðarstjórn hvetur alla til að viðhalda sóttvörnum í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30