- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir forstöðumaður Þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.
Unnið er að því að breyta fyrirkomulagi t.d. í skrifstofurýmum til þess að passa upp á fjarlægðarmörk og samgang viðkvæmra hópa.
Umhverfissviði falið að kanna hvernig þessum málum er háttað.
Ákveðið halda óbreyttum starfsmannafjölda fyrir þjónustu í gegnum vef og síma til að byrja með en gera ráðstafanir ef álagið verður mikið.
Setja upp tilkynningu í anddyrinu (aðalinnganginum). Hringja þarf í þjónustuver til þess að komast inn á meðan þjónusta er takmörkuð. Forstöðumaður þjónustu og þróunar fer í þá vinnu.
Umræða um að passa þurfi vel upp á þjónustu við viðkvæma hópa innan leik- og grunnskóla og veita hana eins lengi og unnt er.
Þegar skerðingar fara að koma til framkvæmda og foreldar/starfsmenn þurfa að vera heima vegna þessa, hvernig fer þá með laun þessa starfsfólks? Fylgst verður með umræðunni á næstu dögum.
Skólastjórnendur leik- og grunnskóla vinna nú að útfærslu á skólahaldi næstu vikur og óhjákvæmilegt að einhver skerðing verði á því.
ÍSÍ og UMFÍ hafa gefið það út að miða eigi við tilmælin um skólahald í íþróttastarfi barna. Íþróttafélögin eru að skoða hvernig er best að útfæra æfingar og ljóst að fyrir sumar íþróttir gæti það verið snúið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.52.