51. fundur

30.10.2020 11:00

Fundargerð 51. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 30. október 2020 kl. 11:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnasson sviðsstjóri fræðslusviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. 

1. Hertar aðgerðir

Ríkisstjórnin búin að boða til blaðamannafundar í dag kl. 13, sennilegast verða aðgerðir hertar. Allir þurfa að vera viðbúnir að bregðast hratt við.
Hvetja þarf bæjarbúa til að fylgja sóttvörnum.
Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að halda Halloween heima.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið 
Gengið vel á starfsstöðum velferðarsviðs. Endurskipuleggja þarf ef aðgerðir verða hertar. 

Fræðslusvið
Gengið vel á starfsstöðvum. Metið eftir blaðamannafund í dag hvort breyta þurfi skipulagi.

Fjármálasvið
Ef til frekari takmarkana kemur þarf að endurskoða fjölda fólks sem vinnur á Tjarnargötunni.

Stjórnsýslusvið
Ef til frekari takmarkana kemur gæti þurft að endurskoða hvort fleiri fari í heimavinnu.
Ekki margir viðskiptavinir að koma í þjónustuver, en nauðsynlegt að halda þeirri þjónustu opinni ef nokkur kostur er.

Reykjaneshöfn
Óbreytt ástand.

Umhverfissvið
Frekari fjöldatakmörkun myndi helst hafa áhrif á umhverfismiðstöð. Eru byrjaðir að undirbúa sviðsmyndir.

Súlan verkefnastofa
Flestir að vinna í fjarvinnu. Endurskoðun á opnun þegar frekari takmarkanir verða ljósar.

3. Önnur mál

Næsti fundur neyðarstjórnar verður kl. 11 laugardaginn 31. október.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.45.