56. fundur

10.12.2020 13:15

56. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 10. desember 2020 kl. 13:15

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.


1. Reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 10. desember 2020 og gildir til og með 12. janúar 2021.

Sérstök reglugerð er fyrir skólastarf og gildir sú reglugerð til 31. desember 2021. Nýjar reglur um skólastarf eiga síðan að taka gildi 1. janúar 2021.

Með því að smella hér má skoða gildandi takmarkanir í samkomubanni

Starfsemi Reykjanesbæjar:

Velferðarsvið:

- Starfsemi á velferðarsviði verður að mestu með óbreyttu sniði til 12. janúar 2021.
- Verið er að skoða möguleikann á að opna aftur matsalinn á Nesvöllum fyrir hadegisverðargesti þó með takmörkuðum opnunartíma og fjöldatakmörkunum.

Súlan:

- Bókasafnið verður opnað í dag, 10. desember og verður hefðbundinn opnunartími. Að hámarki mega vera 10 manns á svæðinu hverju sinni að meðtöldum starfsmönnum. Einn inngangur verður opinn og ekki verður opið fyrir gesti á neðri hæð. Mjög vel verður gætt að sóttvörnum og farið eftir ýtrustu kröfum þar um. Hluti starfsmanna mun vinna heima. Kaffihúsið í ráðhúsi verður áfram lokað.

Fræðslusvið:

Með því að smella hér má finna uppfærðar upplýsingar varðandi nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi

- Ekki verður farið í umfangsmiklar breytingar á skipulagi grunnskólastarfs fyrir jól.
- Engar grundvallarbreytingar verða heldur á leikskólastarfi.
- Vatnaveröld verður opnuð 15. desember nk.
- Leikskólinn Gimli er enn lokaður. Tíu starfsmenn og fjögur börn hafa greinst með COVID-19.
- Íþróttastarf barna og unglinga verður áfram óbreytt.
- Meistaraflokkslið í efstu deildum fá nú heimild til að æfa og einnig afreksfólk í einstaklingsíþróttum sem eru þátttakendur í landsliðsverkefnum.
- Engar aðrar breytingar verða á skipulögðu íþróttastarfi, hvorki fyrirkomulagi keppnisíþrótta né almenningsíþrótta.

2. Uppfærð viðbragðsáætlun

Lögð fram tillaga að viðbót við viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar vegna heimsfaraldurs af völdum veirusýkinga.

Tillagan var samþykkt og verður viðbragðsáætlunin uppfærð í samræmi við hana.

Með því að smella hér má skoða uppfærða viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar

3. Nýtt viðvörunarkerfi

Tekið hefur verið upp litakóðunarkerfi vegna COVID-19 og er því ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um nýtt viðvörunarkerfi vegna COVID-19

Einnig hefur verið tekið upp litaflokkað viðvörunarkerfi fyrir skólastarf. Markmið þess er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi.

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um nýtt viðvörunarkerfi fyrir skólastarf

4. Lokun stofnana vegna veðurs eða ófærðar

Rætt um fyrirkomulag ákvarðanatöku um lokanir stofnana vegna veðurs eða ófærðar.

5. Upplýsingar til fólks sem hyggur á ferðalög um jólin

Sent verður út bréf til foreldra barna í leik- og grunnskólum með upplýsingum vegna ferðalaga erlendis um jól og áramót og hvatningu þess efnis að börn taki sóttkvíartímabilið með foreldrum sínum við heimkomu. Bréfið verður tiltækt á íslensku, ensku og pólsku. Skólarnir verða hvattir sérstaklega til þess að minna fjölskyldur á að fara eftir tilmælunum, ef vitað er að nemendur hyggja á ferðalög. Vefmiðillinn Iceland News Polska hefur þegar skrifað frétt um þessi tilmæli.

Með því að smella hér má skoða fréttina á vef Iceland News Polska


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:59.