58. fundur

21.12.2020 12:00

58. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 21. desember 2020 kl. 12:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Haraldur Axel Einarssson grunnskólafulltrúi, Jóhann F.Friðriksson bæjarfulltrúi. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.

1. Staðan í skólum og leikskólum

Smit hefur verið að aukast síðustu daga. Í dag eru 24 staðfest smit í Reykjanesbæ og 210 í sóttkví.
Á leikskólanum Holti eru staðfest smit hjá 4 starfsmönnum og 5 börnum.
Upp er komið smit hjá einu leikskólabarni í leikskólatvennd Stapaskóla. Í kjölfarið þurfa 65 börn á leikskólastiginu að fara í sóttkví, 29 börn í 1. bekk og 16 starfsmenn Stapaskóla.

2. Kynning á fyrirhuguðu skipulagi á bólusetningu

Kjartan fór yfir fyrirhugað skipulag á bólusetningu. Byrjað er að setja fram hugmyndir um framkvæmd en ekkert er ákveðið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20.