59. fundur

30.12.2020 15:00

59. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 30. desember 2020 kl. 15:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Staðan á Suðurnesjum

Í gær voru 26 staðfest smit á Suðurnesjum og 69 manns í sóttkví.

2. Staðan á sviðum og stofnunum Reykjanesbæjar

Fræðslusvið

Tvö ný smit komu upp á leikskólanum Holti á aðfangadag en ekki hafa fleiri smit komið upp í leikskólum eða skólum sveitarfélagsins eftir það. Í þeim leikskólum sem hafa verið lokaðir eða með skerta starfsemi mun starfsemi að öllu óbreyttu hefjast óskert þann 4. janúar nk.

Huga þarf vel að stuðningi og áfallahjálp fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Velferðarsvið

Einn starfsmaður þjónustumiðstöðvar á Nesvöllum greindist með smit og fóru 7 starfsmenn í sóttkví. Þeir fóru síðan allir í skimun á mánudag og reyndist enginn þeirra smitaður.

3. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi tekur gildi 1. janúar og gildir til og með 28. febrúar 2021. Takmarkanir á skólahaldi verða rýmkaðar frá gildandi reglugerð.

Með því að smella hér má skoða frétt um nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi á vef Stjórnarráðsins

4. Hólfaskipting í leik- og grunnskólum

Reynt er eftir fremsta megni að hólfaskipta leik- og grunnskólum í samræmi við reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Mismunandi er hvað húsnæði skólanna býður upp á mikla hólfaskiptingu.

5. Hólfaskipting í ráðhúsi Reykjanesbæjar

Lögð fram tillaga að aukinni hólfaskiptingu í ráðhúsi Reykjanesbæjar. Lýðheilsufulltrúa og vinnuverndar- og öryggisfulltrúa er falið að útfæra tillöguna nánar og leggja fyrir næsta fund neyðarstjórnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:37.