62. fundur

10.02.2021 15:00

62. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 10. febrúar 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.

1. Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Aðeins var slakað á samkomutakmörkunum þann 8. febrúar 2021 þegar nýjar reglur tóku gildi sem gilda til og með 3. mars. Ekki var slakað á grímuskyldu eða fjöldatakmörkunum sem áfram er 20 manns með einhverjum undantekningum. Með því að smella hér opnast frétt um tilslakanir á samkomutakmörkunum. 

2. Hólfaskipting í Ráðhúsi Reykjanesbæjar

Hólfaskipting óbreytt en ræstingar hafa verið auknar þar sem aukinn fjöldi starfsmanna er kominn í húsið.
Sameiginlegur inngangur verður í austurturni fyrir tvö svæði. Starfsmenn eru minntir á að nota grímu og hanska þegar farið er í gegnum sameiginlega innganga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20.