64. fundur

04.03.2021 11:00

64. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 4. mars 2021 kl. 11:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.

1. Hættustig vegna jarðskjálfta

Viðbrögð við jarðhræringum, undirbúningur og viðbragðsáætlanir verða viðfangsefni neyðarstjórnar næstu daga og vikur.
Lögreglan er, að beiðni Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur, að vinna rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið og/eða einstaka bæjarhluta.
Ef til þess kemur að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveður að rýming sé nauðsynleg þá munu almannavarnir senda sms skilaboð á íslensku, ensku og pólsku.
Sveitarfélagið ber ábyrgð á að til séu rýmingaráætlanir fyrir einstaka stofnanir sbr. ef upp kemur eldur. Einnig þarf að liggja fyrir hvernig staðið skuli að rýmingu vegna eldgoss eða gasmengunar. Sérstaklega þarf að horfa til þess hvað gerist eftir að fólk er komið út úr byggingu.
Guðlaugur H. Sigurjónsson situr í aðgerðastjórn ríkislögreglustjóra sem er að gera áætlun fyrir Suðurnes. Aðgerðastjórnin fundar daglega. Verið er að fara yfir ýmis atriði sem þarf að samræma og uppfæra, svo sem að setja litakóða á hverfi, huga að fjöldahjálparstöð og fleira. Einnig kom hugmynd um að opna upplýsingamiðstöð þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga.
Guðlaugur ítrekar þó að ekkert bendir núna til þess að grípa þurfi til rýminga.

Fræðslusvið
Rýmingaráætlanir í skólum og leikskólum eru í vinnslu. Núverandi rýmingaráætlanir miða við hættu innandyra svo sem vegna elds. Uppfæra þarf rýmingaráætlanir í samræmi við aðstæður núna.
Verið er að gera einskonar hugmynd að uppbyggingu á rýmingaráætlun sem ætti að nýtast á öllum stofnunum Reykjanesbæjar.
Sálfræðingar fræðslusviðs eru að uppfæra fræðsluefni sem búið var til á síðasta ári. Fræðslan verður þýdd á ensku og pólsku og sett inn á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Velferðarsvið
Hæfingarstöðin er með viðbragðsáætlun fyrir utanaðkomandi vá. Aðrar stofnanir eru komnar með hugmynd að uppbyggingu á rýmingaráætlun.
Gert er ráð fyrir að rýmingaráætlanir stofnana verði tilbúnar í kringum helgina.

Rætt um mikilvægi þess að hafa upplýsingagjöf aðgengilega fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og leiðir til þess að koma þeim skilmerkilega til skila.

Gagnlegar upplýsingar:

Hér er hægt að fylgjast með loftgæðum     

Einnig má finna upplýsingar um viðbrögð við jarðskjálftum á heimasíðu Reykjanesbæjar og almannavarna.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um viðbrögð við jarðskjálftum á vef Reykjanesbæjar
Með þvi að smella hér opnast síða almannavarna             

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:50.