69. fundur

14.04.2021 11:00

69. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 14. apríl 2021 kl. 11:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi vegna farsóttar

Nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi taka gildi á miðnætti, 15. apríl 2021 og gilda þær til og með 5. maí 2021.

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, einnig sviðslistir og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr tveimur metrum í einn og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný.

Með því að smella hér má skoða frétt á vef stjórnarráðsins um nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi

Ráðhús:

Ekki verða breytingar á svæðaskiptingu en allt að 20 starfsmenn geta verið á hverju svæði svo framarlega sem unnt er að halda tveggja metra fjarlægð.

Fræðslusvið:

Í meginatriðum verða gildandi reglur óbreyttar í leik- og grunnskólum nema hvað nálægðarmörk verða einn metri í stað tveggja og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.

Velferðarsvið:

Björgin geðræktarmiðstöð mun opna að nýju við þessar breytingar en vegna bólusetninga flestra skjólstæðinga hefur að öðru leyti verið hægt að halda starfsemi stofnana og deilda á sviðinu að mestu óskertri undanfarið þrátt fyrir gildandi takmarkanir.

Súlan:

Bókasafn verður opnað, svæðinu verður skipt milli bókasafns og þjónustuvers. Lesaðstaða verður áfram lokuð.

Engar breytingar verða í menningarhúsum aðrar en að hægt verður að hleypa fleirum inn.

2. Rýmingaráætlanir Reykjanesbæjar

Rýmingaráætlanir stofnana Reykjanesbæjar eru tilbúnar og þarf að kynna þær og halda æfingar fyrir starfsmenn á næstu vikum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.