73. fundur

08.11.2021 13:00

73. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 8. nóvember 2021 kl. 13:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Hertar sóttvarnaraðgerðir

Heilbrigðisráðherra tilkynnti á föstudaginn um hertar innanlandsaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smita. Skylt er að bera grímu þegar ekki er unnt að virða eins metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns en heimilt verður að halda viðburði fyrir allt að 1500 manns með hraðprófum. Auk þess verður veitingastöðum með vínveitingaleyfi skylt að loka tveimur tímum fyrr en áður var eða kl. 23:00 og rýma þarf staðina fyrir miðnætti. Reglur um grímunotkun tóku gildi laugardaginn 6. nóvember en aðrar breytingar taka gildi miðvikudaginn 10. nóvember og gilda í fjórar vikur til þriðjudagsins 8. desember.

Setja þarf upp merkingar varðandi grímuskyldu í stofnunum sveitarfélagsins þar sem þess er þörf. Merkingar eru þegar komnar á einhverjum stöðum.

Staðan í stofnunum Reykjanesbæjar er nokkuð góð þó svo að einhver smit hafi komið upp.

Rætt var hvort ástæða sé til þess að halda skrá um fjölda í einangrun og sóttkví meðal starfsmanna sveitarfélagsins og nemenda í skólum Reykjanesbæjar.

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um hertar sóttvarnaraðgerðir á vef Stjórnarráðsins


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20.