14.01.2022 15:00

77. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 14. janúar 2022 kl. 15:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála, Einar Snorrason öryggisfulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Hertar samkomutakmarkanir

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um hertar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns, hámarksfjöldi í verslunum fer úr 500 í 200 manns og skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað. Heimild til aukins fjölda á viðburðum með hraðprófum fellur brott. Ekki verður heimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Skólareglugerð helst óbreytt.

Núverandi hólfaskipting í ráðhúsi verður óbreytt og mega að hámarki vera 10 starfsmenn í hverju hólfi í einu. Mælst er til þess að starfsmenn vinni heima eins og hægt er. Grímu- og hanskaskylda er í sameiginlegum inngöngum og ef starfsfólk þarf að fara á milli hólfa. Fjarfundir verða aftur fyrsti kostur og ekki tekið á móti gestum á fundi nema í neyðartilfellum. Þjónustuver verður áfram opið. Bókasafn og önnur söfn bæjarins verða opin, en hámarksfjöldi í söfnum verður 50 manns í hólfi.

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um hertar samkomutakmarkanir á vef stjórnarráðsins


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25.