79. fundur

25.02.2022 07:00

79. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 25. febrúar 2022 kl. 07:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson, formaður, Friðjón Einarsson, varaformaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðssmála, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi. Fundargerð ritaði Kjartan Már Kjartansson.

1. Appelsínugul veðurviðvörun föstudaginn 25. febrúar

Í dag, 25. febrúar, er appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 11:00 til 17:00. Af því tilefni ákvað neyðarstjórn á óformlegum fundi sínum í gær að prófa nýtt verklag sem er þannig að í gær, fimmtudaginn 24. febrúar, var staðan metin og m.a. ákveðið að biðja stjórnendur leik- og grunnskóla að senda foreldrum og aðstandendum upplýsingar um áðurnefnda veðurviðvörun og að halda svo annan fund núna kl. 07:00 og fara yfir stöðuna.

Niðurstaða morgunfundarins nú var að senda út eftirfarandi tilkynningu:

„Í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022, er appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 11:00 f.h. Gert er ráð fyrir miklu hvassviðri og hláku með tilheyrandi vatnsflaumi á götum en síðustu daga hefur verið unnið að því að fjarlægja snjó og opna niðurföll. Íbúar eru hvattir til að gæta að niðurföllum við hús sín og lausamunum á lóð.
Starfsemi sveitarfélagsins verður með venjubundnum hætti eins og hægt er en foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þegar líður að lokum skóladags bæði í leik- og grunnskólum. Skólarnir eru öruggt skjól í slíkum aðstæðum þar til börn eru sótt.
Starfsfólk í heima- og stuðningsþjónustu m.a. við aldraða mun hefja daginn eins og venjulega en sjá til hvernig aðstæður þróast til ferðalaga á milli húsa.
Sama má segja um dagdvöl aldraðra en í þeirri starfsemi þarf að taka tillit til hvort hægt sé að flytja fólk með öruggum hætti á milli heimilis og Nesvalla.
Að öðru leyti eru íbúar hvattir til að fara varlega og hjálpast að í erfiðum aðstæðum.“


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07:20.