- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson formaður, Aron Þór Guðmundsson vefstjóri, Einar Snorrason öryggis- og vinnuverndarfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs. Fundargerð ritaði Íris Eysteinsdóttir.
Elís H. Sigurjónsson frá Kælitækni kynnti varmadælur sem halda hita á húsum án hitaveitu. Búið er að kynna tæknina fyrir HS Veitum. Það tekur um 2-3 vikur að gera búnaðinn starfhæfan frá pöntun og kostnaður talsverður. Fulltrúi Reykjanesbæjar mun setja sig í samband við HS Veitur og fara yfir hvaða lausnir henta best.
HS Veitur hafa gefið út að aðal áhættan fyrir Reykjanesbæ sé að heita vatnið detti út. Að sögn HS Veitna er ekki mikil hætta á að íbúar missi kalt vatn eða rafmagn.
Fara þarf í allar stofnanir fyrstu tvo dagana til að fyrirbyggja skemmdir í lagnakerfum. Einnig þarf að huga að öðrum mannvirkjum, svo sem upphituðum knattspyrnuvöllum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur að því að hafa samband við allar stofnanir Reykjanesbæjar til að ræða viðbragðsáætlun ef heita vatnið fer af.
Gera má ráð fyrir að flestar stofnanir leggi niður starfsemi ef heita vatnið fer og miðast viðbragðsáætlanir við að koma í veg fyrir skemmdir á byggingum. Unnið er að forgangsröðun stofnana hvað varðar rekstur.
Uppfærð rýmingaráætlun verður aðgengileg á vef Reykjanesbæjar undir „Almannavarnir“.
Engin sviðsmynd í dag bendir til þess að grípa þurfi til neyðarrýmingar.
Farið var yfir drög að gátlista Neyðarstjórnar. Fara þarf yfir hvaða stofnanir hafa forgang ef hitaveita dettur út.
Drög að uppfærðu erindisbréfi Neyðarstjórnar lagt fram.
Farið var yfir hvernig best væri að koma mikilvægum upplýsingum til íbúa.
Mikilvægt er að HS Veitur upplýsi íbúa um hvað gera skal ef það verður heitavatnslaust.
HS Veitur hafa lagt inn óformlega beiðni um hitaketil við aðveitustöð á Fitjum ef þörf krefur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00
Næsti fundur verður föstudaginn 10. nóvember kl 9.00