93. fundur

16.07.2025 09:30

93. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur, var haldinn þann 16. júlí 2025 kl. 09:30

Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir starfandi bæjarstjóri, Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Einar Snorrason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði, Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi og Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Jarðhræringar á Reykjanesi

Leik- og grunnskólar í sumarfríi svo ekki þarf að gera ráðstafanir þar.

Miklar sveiflur í loftgæðum í morgun og mikið um nornahár. Vindátt verður óhagstæð/norðvestlæg að minnsta kosti fram á annað kvöld.

Ákvörðum tekin um að loka vinnuskólanum í dag og senda krakkana heim. Staðan verður aftur tekin í fyrramálið.

Mikið um nornahár/glerflísar sem liggja víða og geta valdið óþægindum ef þær stingast í hús. Umhverfissvið mun huga að leikvöllum og almenningssvæðum þar sem fólk dvelur. Mælt er með að skola nornahárin í burtu, ekki nudda.

Búið að setja fréttir á vef og samfélagsmiðla þar sem fólk er hvatt til að fylgjast með loftgæðum inni á loftgaedi.is

Áfram verður fylgst með og fundað eftir þörfum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45.