- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir starfandi bæjarstjóri, Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Einar Snorrason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði og Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs sem jafnframt ritaði fundargerð.
Ólafur Bergur Ólafsson forstöðumaður vinnuskólans mætti á fundinn.
Fundur var boðaður til að taka ákvörðun um starfsemi vinnuskólans fimmtudaginn 17. júlí. Farið var yfir gasdreifingarspár fyrir daginn og mögulega mengun á svæðinu vegna eldgoss við Sundhnúksgíga. Ekki var talin þörf á að hafa vinnuskólann lokaðan í ljósi þeirra gagna. Ungmennin verða hvött til að gæta sín á nornahárum sem geta enn verið í umhverfinu þrátt fyrir rigningar og tekið tillit til þeirra sem eru viðkvæmir og treysta sér ekki til vinnu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:05.