01.09.2021 14:30

10. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 1. september 2021 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Loftur Hlöðver Jónsson, fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Heilsuvernd aldraðra (2021050023)

Málinu er frestað.

2. Hvatagreiðslur fyrir eldri borgara (2021080270)

Reykjanesbær hefur nýverið lokið við metnaðarfulla og greinargóða lýðheilsustefnu og telur öldungaráð Reykjanesbæjar vert að skoðaðar verði hvatagreiðslur fyrir eldri borgara, sérstaklega þá efnaminni. Reglur um hvernig nýta megi hvatagreiðslurnar verði með sama hætti og hvatagreiðslur fyrir börn.

3. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu kynnti stöðu mála varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

4. Virðing og reisn – drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða (2021010326)

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða er í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda.

Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað varðandi samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk, sérstaklega þar sem lífaldur hefur aukist til muna.

Framtíðarsýn í öldrunarmálum hefur verið til í mörg ár en betur má ef duga skal. Öldungaráð Reykjanesbæjar telur mjög mikilvægt að stefnunni verði fylgt eftir með aðgerðaáætlun og utanumhaldi. Það þarf að huga að fjármagni og faglegri mönnun til þess að eldra fólk geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur gefst. Auknu fjármagni verði veitt í verknám og hvatningu til þess að læra fög er snúa að umönnun eldra fólks. Í dag eru málefni eldri borgara samtvinnuð tveimur ráðuneytum, annars vegar heilbrigðisráðuneytinu og hins vegar félagsmálaráðuneytinu, sem gerir samþættinguna flóknari og erfiðari viðfangs að mati ráðsins.

Ráðið hefur kynnt sér þær umsagnir sem eru komnar inn í samráðsgáttina og tekur heilshugar undir marga af þeim þáttum sem þar koma fram.

Fylgigögn:

Virðing og reisn - drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða
Með því að smella hér má skoða upplýsingar og umsagnir um drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða á samráðsgátt stjórnvalda

5. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.