- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristján Gunnarsson, fulltrúar Félags eldri borgara og Íris Dröfn Björnsdóttir, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Að auki sátu fundinn Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 9. júní 2022 voru eftirtaldir kosnir sem aðal- og varafulltrúar í öldungaráði Reykjanesbæjar kjörtímabilið 2022-2026:
Aðalmenn: Borgar Jónsson, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Rúnar V. Arnarson.
Varamenn: Birna Þórðardóttir, Sveindís Valdimarsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir.
Félag eldri borgara tilnefndi eftirtalda aðal- og varafulltrúa:
Aðalfulltrúar: Eyjólfur Eysteinsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Kristján Gunnarsson.
Varafulltrúar: Jón Ólafur Jónsson og Ingibjörg Magnúsdóttir.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tilnefndi eftirtalda aðal- og varafulltrúa:
Aðalfulltrúi: íris Dröfn Björnsdóttir.
Varafulltrúi: Halla Þorsteinsdóttir.
Öldungaráð Reykjanesbæjar kaus í eftirtalin embætti:
Borgar Jónsson var kjörinn formaður öldungaráðs.
Guðrún Eyjólfsdóttir var kjörin varaformaður öldungaráðs.
Íris Dröfn Björnsdóttir var kjörin ritari öldungaráðs.
Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram. Fulltrúar í öldungaráði Reykjanesbæjar staðfesta að hafa lesið reglurnar.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða siðareglur kjörinna fulltrúa á vef Reykjanesbæjar
Lagðar fram leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skipun og hlutverk öldungaráða sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og stuðningsþjónustu kynnti þjónustu Reykjanesbæjar við eldri borgara.
Öldungaráð Reykjanesbæjar hvetur eindregið til þess að við fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir áframhaldandi samningi við Janus heilsueflingu. Einnig verði skoðað að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldri borgara.
Eyjólfur Eysteinsson sagði frá fyrirhuguðum aðalfundi öldungaráðs Suðurnesja sem verður haldinn 21. október nk. Hann hvatti fulltrúa í öldungaráði Reykjanesbæjar til að mæta á fundinn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10.